Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 29
381
Þiö þegiö. Er of mikiö tiltekiS ? Eg skal slá einni talentu
af. Hvað þá! ÞegiS þiS enn? KomiS þá og varpið ten-
ingum einu sinni móti mér um þessar þrjár talentur — aö-
eins þrjár; um tvær; um eina — eina að minnsta kosti —
um eina til heiörs ánni, sem rennr framhjá fœðingarstað
ykkar — Róm hin austrœna á móti Róm hinni vestrœnu f' —
Orontes hin siðlausa á móti Tíber hinni helgu!“
Hann hristi teningana yfir höfSi sér meSan hann beið.
„Orontes á móti Tíber!“ — endrtók hann með enn
meiri áherzlu en áðr og glotti við.
Enginn lét á sér bæra; síðan varpaði hann eskinu á
borðið, hló og tók upp ávísanina.
„Hæ, hæ! Nú veit eg — og vitna um leiS til Júpíters
á Ólympus—. að fjárhagr ykkar er í ólagi, og til að bceta
úr þeim vandræðum eruð þið komnir til Antíokíu. Heyrðu,
Cæcilíus!“
„Hér em eg, Messala!"—var svarað bak-við hann; —
„hér em eg, sem er að farast í skrílhópnum og að beiðast
þess, að mér verði gefin ein drakma til þess eg geti borgað
ferjumanns-ræflinum. En, Plútó taki mig! þessir nýju
náungar hafa ekki svo mikiö á sér sem einn oboios."
Af fyndni þessarri var skellihlegið, svo að aftr og aftr
tók undir í salnum öllum. Messala einn hélt áfram að
vera alvörugefinn.
,,Farðu“ — mælti hann við Cæcilíus — „farðu í her-
bergið, sem við komum úr, og segðu þjónunum að koma
hingað með vínbrúsana, bikarana og staupin. Hafi þessir
landar vorir, sem eru að hugsa um að auðgast, ekki fé, þá
ska! eg — og sver það við Bakkus hinn sýrlenzka — komaSt
að raun um, hvort þeir eru ekki betr farnir að maganum
til! Flvttu þér.“
Hann sneri sér síðan aS Drúsus og hló, svo að heyröist
um salinn allan.
„Hæ! vinr minn! Þú mátt ekki styggjast af því, að
eg bar keisaratignina í þér saman við það, sem liggr eins
lágt og denararnir. Þú skilr það, að eg notaði aöeins
nafnið til þess að reyna þessa nýgrceðinga frá Róm, hinni
gönilu feðraborg vorri. Kondu, Drúsus góðr! kondu!“
Hann tók eskið upp aftr og hristi teningana glaðlega,.
„Hérna —• teflum um það, sem þér sýnist, og reynum,
hvorum tekst betr.“
Viðmót hans bar vott um einlægni, alúð, ljúfmennsku.
Drúsus bráðnaði óSar.
„Við vatnadísirnar sver eg“— mælti hann hlæjandi—,
,,að því boði tek eg. Eg skal kasta teningum með þér —
og leggja einn denar undir.“