Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 39

Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 39
391 Ilderim tók hendi utanum skeggið, sem flaksaðist um brjóst hans, og starSi á tölumann, og mátti þá sjá dauft leiftr í augum hans gegnum skuggann af þungbúnum, sterklega samankipruSum augnabrúnum. „Þarnæst er þa'5 að segja“ — hélt Ben Húr áfram—, „að eg em ísraelsmaðr, af Júda-kynkvísl.“ Sjeikinn lyfti brúnum Iítið eitt. „Og ekki það aðeins. Eg em, herra sjeik! Gyðingr með sök einni á hendr Rómverjum, sem svo er þung, að í samanburði við hana er það, sem Róm hefir gjört þér rangt til, ekki nema smáræði." Öldungrinn greiddi nú skeggið í ákefð mestu og lét brúnirnar síga þangað til jafnvel leiftrið í augum hans hvarf með öllu. „Og enn fremr: Eg sver þér það, Ilderim sjeik! — eg sver við sáttmála þann, sem drottinn gjörði við feðr mína—, að svo framarlega sem þú veitir mér hjálp til að koma hefnd þeirri fram, sem eg sœkist eftir, skalt þ-ú hljóta féð og frægðina, sem uppúr kappleiknum er að hafa.“ Brúnir Ilderims urðu þýðlegri; hann lyfti upp höfði; birta fcerðist yfir andlit hans; og það lá við, að sjá mætti ánœgju þá. er nú reis upp í sál hans. „Þetta er nóg!“ — mælti hann. „Væri svo, að lygi leyndist þér undir tungurótum, þá myndi Salómon sjálfr ekki hafa getað við þér séð. Að þú sért ekki Rómverji — að þú sem Gyðingr hafir sök á hendr Róm og þurfir að koma fram hefnd — því trúi eg; og því einnig, að þú haf- ir gilda og góða ástœðu. En að því er það snertir, hvort þú hafir þá hœfileika, sem til þess útheimtast, þá er þar öðru máli að gegna. Hefir þú nokkra reynslu í kapp- akstri á opinberu leiksviði? Og með tilliti til hestanna — kanntu að því að láta þá laga sig eftir vild þinni? — kannast við þig? gegna þér? fara, ef þú segir svo, á eins fljótri ferð og andardráttr og afl hrekkr til? og svo, er fast er komið að síðasta andartaki, fylla þá frá djúpi sálar þinnar þeim eldmóði, er til þess útheimtist að gjöra það viðbragð, sem öllu öðru er meira? Shkt er ekki ölíum gefið, son minn! Þekkta eg konung einn — það sver eg við dýrð drottins sjálfs—, sem kunni að stýra milíónum manna og hafði þá alveg á valdi sínu, en gat þó ekki gjört hest sér undirgefinn. Eg tala ekki — þess ber vel að gæta — um þær heimsku skepnur, sem árið út og árið inn eiga þeim örlögum að sæta að þrælka fyrir þræla, og eru með því móti orðnir úrættir að eðli og útliti, algjörlega fjörlausir; heldr á eg við aðra eins hesta og þá, sem eg á hér í eigu minni, hcsta, sem í sinni tegund eru kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.