Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 41

Sameiningin - 01.02.1912, Side 41
393 þeirra því styttri sem þeir veröa færri!“ — mælti sjeikinn meS œstri tilfinning einsog væri hann aS hrinda af sér svívirðilegum áburði — „þeir munu segja þér, að hestar vorir, sem bezt eru ættaðir, sé upprunnir í Nesæa-afrétti í Persalandi. Guö gaf Araba þeim, er fyrstr allra var uppi, takmarkalausa sandfláka meS fjöllum nokkrum trjálausum og stöku brunnum hér og hvar meb beisku vatni í, og sagði viö hann: ‘Lít hér land þitt!’ Og er mannauminginn tók aö kvarta, aumkaöist hinn almáttki yfir hann og tók aftr til máls, segjandi: ‘Ver hughraustr! því eg skal veita þér helmingi meiri blessan en öllum mönnum öörum.’ Arabinn heyröi þetta og gjörði guöi þakkir, og lagði síöan á staö í trú til þess aö leita blessanina upp. Hann feröaöist fyrst útaö landamærum í allar áttir, en hafði ekkert uppúr því feröa- lagi; síöan ruddi hann sér braut útí eyðimörkina og hélt ]>ar lengra og lengra —og í hjarta auönar þeirrar. var ey ein grœn og næsta fögr á aö líta; og sjá! — í þeirri ey miöri voru tvær hjarðir, úlfalda-hjörð og hestahjörð! Hann tók þessu með fögnuði, og fór vel og samvizkusam- lega með skepnur þeirra, svo sem beztu gjafir guös, Og í grœnu eynni eru allir hestar á jörðinni upprunnir; einnig tii Nesæa-afrétta breiddust þeir út, og norðr á bóginn til dalanna skelfilegu, sem næðingarnir úr hafi hinna köldu storina blása stööugt um. Lfa ekki sögu þessa; en ef þú gjörir þaö, þá mæli eg um og legg á, að kynjakraftr vernd- argrips hríni aldrei framar á neinum Araba. En annars skai eg fœra þér heim sanninn um þetta mál.“ Hann kiappaði lófum saman. „Fœröu mér ættartölu-skrár kyn.þáttarins" — inælti hann við þjón einn, sem tafarlaust fór að reka erindi sitt. En meðan sjeikinn beið, lék hann sér við hestana, klappaði þeim á vangana, greiddi ennis-toppa þeirra meö fingrunum, og gaf hverjum um sig merki til minja. Allt í einu komu svo sex menn inn og héldu á kistum úr sedrus- víð, meö látúns-umgjörð ]>eim til styrkingar og hjörum og lás úr sama málmi. „Eg ætlaðist ekki til“ — mælti Ilderim, er þeir höfðu látið kisturnar allar niðr við legubekkinn—, „að það væri komið með þær allar; eg átti aðeins við ættartöluskrár hestanna — þá kistuna einungis. Opnið hana, en farið aftr meö hinar.“ Kistan var opnuð, og sýndi það sig þá, aö í henni var fjöldi fílbeinsspjalda, sem þrædd voru saman á hringi úr silfrvír; á hverjum hring voru nokkitr hundruð, því spjöld- in voru skænis-þunn. „Mér er það kunnugt. sonr minn!“ — mælti Ilderim utn leið og hann handlék nokkra af hringum þessum—,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.