Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 37
389
Upp legubekkinn, er hann gat enn síör án veriö en skeggs-
ins, sem breiddi sig yfir brjóst hans, silfrhvítt einsog á
Aron. Þær bjuggu til grind, er í laginu var ferhyrningr,
sem eina hliöina vantaöi í, en þaö var þeim-megin, er vissi
útaö dyrum; huldu þær svo grind þessa aö ofan með
sessum og aö framan meS ábreiðum, en yfir sessurnar var
varpaö marglitum dúkum, röndóttum, mórauöum og gul-
um; í hornin létu þær kodda og svæfla meS bláum og fagr-
rauðum verum; síðan lögðu þær umhverfis legubekkinn rönd
af gólf-ábreiö'u, og eins bjuggu þær um gólfið milli arm-
anna á legubekknum; og er gólf-ábreiSan hafði veriö borin
frá bekkjaropinu til dyratjaldsins, var verki þeirra lokið; en
síöan biðu þær aftr þangað til húsbóndi hafði látið í Ijós
velþóknan sina með verkiö. Þá var ekkert annaö eftir en
aö koma meö krukkurnar og fylla þær vatni, og enn frernr að
hengja upp skinnbelgina með araki í, þarsem þeir gæti verið
við höndina; úr arakinu varð seinna drykkr sá, er nefndist
lebcn. Ekki mvndi Araba hafa skilizt annað en að Ilderim
hlvti að vera breði ánœgðr og örlátr, þarsem um hann fór
eins vel og í tjaldi hans við tjörnina með hinu tæra vatni
undir trjánum í Pálmagarðinum.
Það var við dyrnar á tjaldinu, sem nú hefir verið
lvst, að vér skildum við Ben Húr.
Þjónar voru þar fyrir og biðu eftir skipunum herra
síns. Einn þeirra tók af honum skóna; annar leysti
þvengina í hinttm rómversku skórn Ben Húrs; þvínæst
fœrðu þeir þá báða í ný utanhafnar-föt úr hvítu lini, í stað
hinna rykugu, sem þeir voru í.
„Gakk inn — í guðs nafni gakk inn og lát hvílast“ —
mælti húsráðandi hjartanlega á mállýzku þeirri, er töluð
var á torginu t Jerúsalem og gekk svo á undan innað legu-
bekknum.
„Hérna ætla eg að sitja“ — sagði hann næst og benti
urn leið; — „og þarna er sæti fyrir komumann."
Undir tók kona nokkur — fyrr meir ntyndi hún hafa
verið nefnd ambátt —■ og hlóð liprlega upp koddunum og
svæflunum, til þess að styðja mætti þar bökin við; síðan
settust þeir á brún legubekkjarins, en með vatn var komið
beint úr tjörninni og fœtr þeirra úr því laugaðir og síðan
jterrðir með þurrkum.
,. ‘Góö matarlyst lofar löngu lífi!’ — svo hljóðar orðs-
kvíðr einn, sem hjá oss tíðkast í eyöimörkinni" — mælti
Ilderim, er hann næst tók til máls; brá hann um leið hendi
utanum skeggið og greiddi það með hinum mjóu fingrum
sínum; — „er matarlystin hjá þér í því lagi?“
„Ef eftir því rná fara, göfugi sjeik! þá ætti eg að