Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 58
4io
an hans viötöku, ef ekki börn þeirra Abrahams, Isaks og
Jakobs? Því aö minnsta kosti aö kærleikanum til eru þar
þc börn drottins. Væri eg beöinn aö leita hann upp, þá
myndi eg vandlega rannsaka þorpin smá og stór í hlíðum
fjallanna í Júdeu og Galíleu, sem vita mót austri (og ná
niðrí Jórdan-dal. Þar er hann nú. Og nú seinast í kvöld
— hugsum um það — hefir hann, standandi í þeim eöa
þeim húsdyrum eða á einhverjum hólnum, séð sólina, er
hún gekk undir, einum degi nær en í gær þeim tíma, er
hann verðr ljós heimsins."
Balthasar hætti nú með upplyftri hendi og bendandi
með fingri sínum til Júdeu eða eitthvað í þá átt. Allir,
sem á hann hlustuðu, einnig þjónarnir skilningsdaufu fyr-
ir utan legubekkinn, urðu hrifnir af ákafanum, sem kom
fram í orðum hans, og hrukku við svo sem þeir, er fyndi
til þess, að guðdómshátignin sjálf hefði skyndilega birzt
þar í tjaldinu. Og ekki dó tilfinning þessi út allt í einu;
hver einstakr þeirra, er voru þar við borðið, sat um hríð
hugsandi. Loks varð Ben Húr til þess að koma þeim öll-
um útúr leiðslunni.
„Mér dylst það ekki, göfugi Balthasar!“ — mælti
hann—, „að þér hefir hlotnazt mikil náð og einstakleg.
Það sé eg og, að þú ert sannarlega spekingr að viti.
Ekki er það á minu valdi að skýra frá þvi, hve þakklátr
eg em fyrir það, sem þú heíir sagt mér. Eg hefi fengið
varúðarbending um, að miklir atburðir sé í vændum, og að
láni fæ eg nokkuð af trú þinni. Gjörðu nú svo vel að
bœta við þakklætis-skuld mína við þig með því að segja
mér meira um köllun hans, sem þú bíðr eftir, hans, er eg
einnig uppfrá þessu kvöldi mun bíða eftir svo sem hœfir
trúuðum svni ísraels af Júda-kynkvísl. Þú sagðir, að
hann ætti að vera frelsari; á hann ekki einnig að vera
konungr Gyðinga?"
„Sonr minn!“ — mælti Balthasar eins góðlátlega og
liann átti að sér — „það, sem að drottinlegri tilætlan felst
í embættisköllun hans, er enn leyndardómr í hjarta guðs.
Allar mínar hugsanir um það efni eru undnar útúr orðum
raddarinnar í sambandi við bœnina, sem með þeim var
svarað. Eigum við að hreyfa við þeim aftr?“
„Þú ert kennarinn."
„Það, sem raskaði ró minni“ — mælti Balthasar og
talaði nú stillilega, er hann hóf mál sitt—, „það, sem hratt
mér á stað til að gjörast prédikari í Alexandríu og í Nílár-
þorpunum, — það, sem rak mig loks inní einveruna, þar-
sem andinn fann mig, — það var niðrlægingar-ástand
mannanna, sem að trúarætlan minni stafaði af því, að þeir