Sameiningin - 01.02.1912, Blaðsíða 50
402
uðust Messías höfSu þeir þa'ö fyrir satt, aö hin einstaldega
þjóöernis-dýrö sín öll væri viö hann bundin; allir spá-
mennirnir, sá fyrsti til hins síðasta í röð þeirra miklu
kappa, höföu sagt fyrir komu hans; og aldrei varö hlé á
útskýringum rabbína á því efni; svo haföi þaö veriö í lið-
inni tíö og svo var enn; í samkundunum, í skólunum, í
Musterinu, á föstutíðum og hátíöardögum, opinberlega og
í einrúmi héldu kennendr þjóðarinnar stööugt áfram að
flytja þennan boöskap og útþýöa hann, þangað til svo var
var komið, aö allir afkomendr Abrahams, hvar sem þeir
bárust fyrir, báru Messías með sér í voninni, og miöuöu í
Dókstaflegum skilningi og meö ósveigjanlegum strangleik
allt líf sitt viö þá von og löguðu það eftir henni.
Eflaust skilst lesendum af því, er nú hefir verið tekið
fram, að mikiö hafi Gvðingar sín á milli þráttaö um
Messías; svo var þaö og í reyndinni; en ágreiningr sá
snerist eingöngu um eitt atriöi, þaö, hvenær hann myndi
koma.
Það er hlutverk prédikara að rannsaka efrii boðskapar
þess, er hann flytr ; höfundr verks þessa er hinsvegar að-
eins að segja sögu, og til þess að hann fari ekki útfyrir
þau takmörk, sem honum í því tilliti eru sett, þarf
að geta skýringar þeirrar, sem hann kemr hér með, aðeins
aö þvi leyti, sem hún snertir einn þátt í Messíasar-trúnni,
þann er allt fólk hins útvalda lýðs var svo samhuga um,
aö frábærri furöu gegnir: Öllum kom saman um það, aö
hann ætti, er hann kœmi, aö v'eröa KONUNGR GYÐINGA
— hinn iaröneski drottinn þeirra, keisarinn þeirra. Með
þá — Gyðinga — vopnaöa fyrir verkfœri skyldi hann
leggja jöröina undir sig, og síöan þeim til hagsmuna og í
nafni guðs halda henni í skefjum allt til eilífðar. Á
þessarri trúarundirstööu reistu Farísear eöa Sjálfstjórnar-
mennirnir — síöara nafnið bendir fremr á þá sern stjórn-
máiaflokk — í klaustrklefum Musterisins og umhverfis
ölturu þess andlegt stórhýsi í voninni, sem hátt gnæfði yfir
það, er Alexander Makedóna-konungr kom upp- Þaö,
sem Alexander stofnaöi, náði útyfir jöröina, en hitt, er
reis upp í htiga Farísea meöal Gyöinga, náöi einnig útyfir
himininn.
Er vér nú hverfum aftr til Ben Húrs, skal þess getiö,
aö tvennt var í æfikjörum hans, sem haföi þaö í för meö
sér, að hann varð tiltölulega litt móttœkilegr fyrir hin
herðandi áhrif öfgatrúarinnar hjá löndum hans í flokki
Farísea.
Fyrst og fremst aðhylitist faðir hans, trú Saddúsea,
sem að megin-stefnu til má nefna frjálslyndu mennina á
þeirri tíð. Óákveðnar ímyndanir voru uppi þeirra á meðal,