Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Qupperneq 23
MÁTTUR ORÐSIIÝS
21
þess einhverntíma í ræðu, að það hafi
verið Heimskringla Snorra, sem hafi
gefið honum dug og framsóknarvilja.
Og mér er í minni, að eg heyrði Pál
Briem segja á fundi í Reykjavík:
“Næst biblíunni hafa fornsögurnar ís-
lenzku verið mín bezta menialind-’'
Þau ummæli komu flatt upp á mig. Nú
skil eg þau. Eg veit, að nú finnur
fjöldi fslendinga, að hann á þeim sög-
um ómetanlega mikið að þakka. Og
þeir, sem það finna, eru áreiðanlega
ekki lakari hl-uti þjóðarinnar.
Snjalt tungumál skapar skýr liöfuð.
Sjálfsagt er það málið sjálft, ís-
lenzkan, sem á nokkurn þátt í því, að
gera ljóðin og sögurnar okkar að þeim
listaverkum, sem þær eru. Það sóp-
ar að íslenzkunni, þegar hún er komin
í tignarskrúðann sinn, t. d. hjá Snorra-
Þar er það, hljómfegurðin og aflið,
sem setur á hana tignarsvipinn. En
okkur finst ef til vill eins mikið til um
hana í búmngnum hans Jónasar. Þar
er það þýðleikinn og lipurðin, sem við
dáumst mest að. — En það er ekki
eingöngu tign hennar og fegurð, sem
okkur má vera dýrmætt, heldur líka
vitið- Það er ekki jafnmikið vit í öll-
um tungumálum. Og fslenzkan er ó-
venjulega viturlegt mál. Mér finst það
vera til þess skapað, að kenna mönn-
um að tala rétt og hugsa rétt. Það
eitt út af fyrir sig, að kunna vel Is-
lenzku, er heilmikil mentun, nærri því
á við það að hafa lært hugsunarfræði.
Þið vitið, að Latína er enn kend í
ýmsum skólum víðsvegar um heim, og
er hún þó dautt mál fyrir löngu. Á-
stæðan til þess, að henni er enn hald-
ið við lýði í “hærri” skólum, er aðal-
lega sú, að latínu-námið þykir svo
þroskandi fyrir skynsemi nemandanna-
Latínan er svo fullkomið mál. En það
þori eg að fullyrða, að fslenzkan
stendur henni ekki að baki að þessu
leyti; málið okkar er, engu síður en,
Latínan, fyrirmyndarmál, sem mikið
er af að læra.
Eg heid að það sé viðurkent, að ís-
lenzkir unglingar séu yfirleitt betri
námsmenn en alment gerist í skólun-
um um alla Norður-Ameríku. Mig
furðar ekki á því, og eg er ekki í vafa
um orsökina. Það er móðurmálinu
þeirra að þakka. Þeir eru betri náms-
menn heldur en þeir mundu vera, ef
þeir kynnu ekki nema Enskuna eina-
Því að snjalt mál skapar skýr höfuð.
fslenzkt þjóðerni vestan hafs.
Eg veit ekki, nema mér verði brugð-
ið um þjóðernishroka, eins og sumum
öðrum, sem mætur hafa á þjóð sinni
og tungu. Eg veit ekki, nema ykkur
finnist eg hafa minst svo á andlegt líf
Islendinga og bókmentir, sem eg viti
ekki, að aðrar þjóðir eiga sér bók-
mentir og alþýðumentun, og eins og
eg viti ekki, að þið, Vestur-fslending-
ar, eigið nú aðgang að bókmentum
tveggja voldugustu þjóða heimsins.
Það er satt; eg læt sem eg viti þetta
ekki, það kemur ekki umtalsefni mínu
við. Og það er sannfæring mín, að
fyrir ykkur öll, sem á Islandi eruð
fædd, eða eigið íslenzka foreldra,
fyrir ykkur eru engar þær bókmentir
til, sem komið geta í stað hinna ís-
lenzku. Víst er það gróði fyrir ykk-
ur, að kunna tvö tungumál, að eiga
iafnframt aðgang að bókmentum mik-
illar þjóðar, sem þið nú eruð orðnir
partur af- En eg trúi því ekki, að þið
hafið samt efni á að kasta íslenzku