Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 38
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA landsins á ýmsum öldum, og sjá hvern- ig t. d. þeim Sturlungum kippir í kyn- ið tii Snorra goða um lund og mann- vit, og að þeir Haukdælir, Oddverjar, Ari fróði og Snorri Sturluson eru allir komnir af Síðu-Halli, valmenninu og spekingnum, sem al'lir virtu og elsk- uðu, en hann aftur af Hroliaugi Rögn- valdssyni Mærajarls, er faðir hans gaf þann vitnis'burð: “Hefir þú þat skap er engin styrjöld fylgir.” Það er ekki marklaust, að 'hyggja að, hvernig skapferii og mannkosti leggjast þann- ig langt í ættir- Gaman þykir og mörg um að sjá, þó að í sjálfu sér sé það minna vert, 'hve margir Islendingar eru konungbornir í ættir fram; sumir af vestrænum konungum, aðrir af nor- rænum; Haukdælir náskyldir Ólafi Tryggvasyni og Oddaverjar af sjálf- um Haraldi Hárfagra. Má vera að ein- hverjum muni þykja gaman að rekja frændsemi sína við Vilhjálm keisara og Georg Englakonung, þó hún sé orðin þynnri en þrítugasta þynning. Það gerir Landnáma allauðvelt- — Eg tel það engan veginn lítilsvert, að vita glögg deili í því, af 'hvaða bergi ís- lenzka þjóðin er brotin. 'Ef hún væri ekki af úrvals kyni, þá væri 'hún varla lengur til, eftir alt sem yfir hana hef- ir gengið. — Tvent finst mér vera mikil stoð fyrir okkur, sem trúum á manngildi Islendinga, þrátt fyrir alt, og byggjum á þeirri trú von um fram- tíð þjóðarinnar: Annað hinn tröll- aukni þróttur í forfeðrum vorum, and- legur eigi síður en líkamlegur — og engin ein bók sýnir hann betur en Landnáma. Og bitt hinn glæsilegi orð- stír, sem íslenzkir Iandnemar hafa nú aftur unnið sér í Vesturheimi. Þar sýnir það sig, að þrek og manndáð lifir enn í fullu fjöri og kemur í ljós óðara en hentug atvik knýja það fram. Hví skyldu ekki þeir kostir eins geta komið í ljós og notið sín hér heima, þegar þjóðin er leyst úr ánauð margra alda? Þá þykir mér það ekki smáræðis fagnaðarefni, sem þessi bók sýnir okk- ur, að forfeður okkar eru fyrstu eig- endur þessa lands. Ættjörð okkar hef- ir aldrei verið eign nokkurrar annarar þjóðar en sjálfra okkar- íslendingar hafa aldrei hrif'sað hana með ofbeldi og herskildi af öðrum eldri eigendum. Á eignarrétti okkar hvílir engin blóð- skuld, eins og flestra annara þjóða. Því helgari og dýrmætari finst mér hann, og því inmlegri og föiskvalaus- ari finst mér að ættjarðarást okkar megi vera. Þá þykir mér ekki lítið til koma að fræðast af Landnámu um örnefnin okkar- Þau eru iheill fjársjóður, dýr- mætur fyrir sögu, tungu og þjóðfræði, en lítt kannaður enn. Sum örnefnin okkar eru hrein og bein listasmíði, stundum Iheil lýsing í einu orði, og eins og sétstakur hugblær vakm við eintómt nafnið. Við þurfum ekki ann- að en heyra nöfn eins og Hekla, Tindastóll og Herðubreið, til þess að við sjáum í huganum svipinn, og mér finst eg sjá, hvernig Glóðafeykir hef- ir skautað sér með heldur en ekki háreistum og kvikum faldi af norður- ljósa logagulli, þegar hann var skírð- ur- Manni hlær hugur við bláhyl, eins og við sól og sumri, en stendur geigur af myrkhyl, eins og dauðs manns gröf. “Fjallið eina” finst mér sveipað í alt hið einmanalega þunglyndi íslenzkra öræfa, svo að mér liggur við að fara að kenna í brjósti um það. Önnur eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.