Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 41
LANDNÁMABÓK 39 er hann kom aftur, því hvar sem hann ætlaði að leggjast að landinu, komu landvættir móti honum, svo hann varð frá að 'hverfa; reyndi hann þó bæði sunnan, norðan, austan og vestan, en landvættir voru alstaðar jafn ein- beittar í því að flæma þenna danska sendil frá landinu. Það er eins og eitt- hvað hafi Iagst í hömina á blessuðum landvættunum. Haraldi leizt ckki á blikuna og hætti við herferðina. Þetta er hin fyrsta frásögn um viðskifti Danakonungs við Islendinga, og er einkennilegt, hversu snemtaa beygist krókurinn til þess sem verða vill. Skapferli landnámsmanna kemur víða í ljós í Landnámu, og ber einna mest á stórmensku þeirra og metnaði, eins og nærri má geta, slíkir höfðingj ar sem þeir voru. Flest munuð þið kannast við Geirmund Heljarskinn, sem fór milii búa sinna með 80 manna og gaif þræli sínum heilt bú fyrir það, að hann hafði lag á að slá hjá honum á metnaðarstrengrnn- Þá er og Unnur alkunn, er hafnaði heimlboði bróður síns, af því að hann hafði ekki verið nógu stórlyndur til þess að bjóða öll- um skipverjum hennar með henni til veturvistar. Þá kveður að gestrisni þeirra Langholts-Þóru og Geirríðar í Borgardal, sem settu skála sína um þjóðbraut þvera og létu jafnan vera mat á borðum handa þeim, sem um veginn fóru. En stundum fór kappið og metnaðurinn heldux en ekki í gön- ur. Dæmi þess er sagan um Örn og Þóri Dúfunef: Skip kom af hafi í Skagafirði hlaðið kvikfé. Ungt mer- tryppi týndist hjá þeim í skóg. Þórir keypti í því vonina. Skagfirðingar snemma gefnir fvrir tryppin. Tryppið fanst og var allra hesta fljótast og kölluð Fluga- Þórir kendi bæ sinn við hana og kallaði Flugumýri. Örn hét maður, landshornamaður. Hann átti hest góðan; hélt að enginn færi fram úr honum. Einu sinni reið Þórir suður Kjöl og var á Flugu. Þá sat Örn fyrir honum og bauð honum að reyna Flugu við hestinn sinn hinn góða. Þeir veðj- uðu hundrað silfurs. Síðan ríða þeir suður af Kili. Hefir ekki verið góður skeiðvöllur á Kjalhrauni fremur en nú- Þegar þeir koma á góðan veg, taka þeir sprettinn, og varð Fluga þeim miun fljótari, að Þórir kom á móti Erni aftur á miðju skeiði. Erni varð svo mikið um að hann reið upp undir Arnarfell og drap sig þar- Þórir skildi Flugu eftir. Hún var svo móð eftir sprettinn; en þegar hann fór norður aftur tók hann Flugu með sér. Þá var hjá henni grár hestur föxóttur. Með honum eignaðist Fluga son, sem var nefndur Eiðfaxi. Hann var fluttur til Norvegs og varð þar sjö manna bani á einum degi, enda lét þar sjálfur Iíf- ið. Fluga týndist í Feni í Flugumýri- Ef jafnvel hefði verið haldið uppi ætt- artölum hrossa sem manna hér á landi, er ekki ólíklegt, að rekja mætti kyn einhverra skagfirzkra gæðinga til Flugu og Faxa. — Það er nógu skrít- ið, að saga þessi gerist í Skagafirði. Þeir hafa þar fljótt orðið hestamenn. Einhver skagfirzkur merakongur hef- ir sagt Ara fróða sögu þessa og skal hafa þökk fyrir, því að hún er skemti- len. Skagfirðingurinn hafði heldur en ekki betur, og mér er sem eg heyri sögumanninn reka upp hrossahlátur, þegar hana sagði frá æfilokum Arnar. Annars voru menn ekki vamr í þá daga að fyrirfara sér, þó að eitthvað gengi á móti. Önnur saga er um það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.