Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 54
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLÁGS ISLENDINGA
en það er næsta fáheyrt og þess vegna
sérlega ólrúlegt.
“Væri þá ekki betra, að þú segðir
mér ekkert um það?’’ sagði eg og
reyndi til að brosa.
“Eg þarf end lega að tala um það
við e'nhvern íslending,” sagði herra
Carson stillilega. “Og þess vegna
sendi eg eftir íþér, að eg vildi segja
þér frá því. Jafnvél aSIir íslendingar
ættu að vita, hvað komið hefir fyrir
einn samlanda þeirra hér í fjöllur.um.”
“Þekkir þú hann vel?”
“Eins og sjálfan mig. Hann er
bjartfólginn vinur minn.”
“Hvað heit'.r 'hann?”
“Hann hét John Johnson.
“Er hann dáinn?”
Nei. En hann hefir brevtt um
nafn. Hann hefir ef til vill ekki heit-
ið John Jchnson á íslenzku. Það hef-
ir að líkirdum verið nafn hans í enskri
þýðinru. En rm það get eg ekki
borið.”
“Er ha^n búinn að vera lengi í
þessu landr”
“Hann var kominn h:ngað til Can-
ada sumarið 1885, cg er mjög senni-
legt, að hann hafi fluzt frá íslandi þá
um vorið. Harn var kominn vestur
í Klettafjöll í byrjun ágústmánaðar
það ár og farinn að vinna við járn-
brautina. Hann kunni þá, svo að
segja ekkert í ensku, og það var eng-
inn fslendingur með honum. Hann
var í í’lenzkurn ullarfötum, var á að
ghka rúmlega tvítugur og nefndi sig
John Johnson.”
“En 'hvar er hann nú?” sagði eg.
“Það skal eg segja þér, þegar eg er
búinn að láta þig vita, hvað það var,
sem fyrir hann kom.”
“Eins og eg sagði rétt núna,” mælti
herra Carson, “þá kom þessi ungi fs-
Iendingur hmgað vestur í fjöllin sum-
arið 1885, og var einn síns liðs. Hann
vann um hríð við járnbrautina í Fras-
erár-gilinu, og nefndist John Johnson.
Voru flestir samverkamenr hans ít-
alskir og enginn fslendingur í þeim
hóp nema hann einn. — Verkstjórinn
hét Flanigan, af írskum ættnm, vinnu-
harður cg stórorður, en góður dreng-
ur í aðra röndina. Var Flanigan í
fyrstu all-óþjáll og harðorður við fs-
lendinginn, en varð honmr. ems og
bezti faðir, þegar fram liðu stundir.
— £n svo varð líka Isiendingurmn
fyrir slysi tveimur vikum eftir að hann
kom'þangað, og Flanigan kendi sér um
það, þó það raunar væri hauum ekk-
ert að kenna.”
Herra Carson þagði dálitla stund,
caug vindilinn ákaflega og blés svo
reyknum út úr sér með alh a mestu
hægð.
.“Nei, það var Flanigan alls ekki aS
kenna,” sagði hann a!t í einu, ems og
hann vaknaði af draumi.
“Hvað kom fyrir pi’tinn?” sagði eg.
“Hann hrapaði -— hrapaði í Fraser-
ár-gilinu.”
“Beinbrotnaði hann?” spurði ég.
“Nei, hann be'nbrotnaði ekki. Bylt-
an var ekki mikil. Hann datt f”am af
klettastalli, sem var aðsins sex fet á
hæð.”
“Hvað var undir?”
“Mö!,” sagði herra Carson. “Bara
smá-möl og sandur. Og það brotnaðí
ekkert bein í h.num unga fslending.
Hann skac'daðist ekkert útvortis, svo
sjáanlegt væri. Það var ekki einu
sinni rispa á höndum hans eða andliti,
og hann fékk jafnvel ekki blóðnasir.’'