Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 56
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAOS ÍSLENDINGA
að hann hafi þrátt fyrir alt þetta beð-
ið svo mikið tjón við það, að hrapa,
að hann bíði þess aldrei bætur. Hann
misti sem sé svo undur mikið.”
“Og má eg þá vita, hvað það var?”
sagði eg.
“Já, það er einmitt það, sem eg vil
að þú vitir,” sagði herra Carson og
saug vindilinn með áfergju. “Eg
vildi, að allir Islendingar vissu það.
Eg vildi feginn eyða því, sem eftir er
æfi minnar, til þess að segja Islend-
ingum frá því. Eg mun aldrei þreyt-
ast á því, að tala um það. Eg gæti
ritað um það stóra bók, og vildi vinna
til að láta prenta 'hana á minn eigin
kostnað, og vildi jafnVel kaupa menn
til að útbýta henni gefins á meðal Is-
lendinga bæði hér í álfu og á íslandi.
— Málefnið er svo mikilsvert, því að
pilturinn misti svo ósegjanlega mikinn
og dýrmætan hlut.”
“Og hvað var það þá, sem hann
misti?” sagði eg.
“Hvað hann misti! — Þú spyr,
hvað hann hafi mist. Eg s!kal segja
þér það, því eg hefi sient eftir þér ein-
mitt til þess, að láta þig vita, hvað
hann hefir mist. — Taktu nú eftir og
gleymdu því aldrei. — Hann misti
min n i ð!”
“Misti hann minnið?” sagði eg.
“Já, hann misti minnið. Því að
þegar hann hrapaði í gilinu, þá lá
hann í öngviti um stund, og þá er hann
raknaði við aftur, mundi hann ekki
éftir neinu, sem áður 'hafði komð
fram við hann. Hann mundi ekki,
hverrar þjóðar hann var, hann mundi
ekki, hvað hann hét eða hvaðan hann
kom, eða ’hvað gamall hann var. Hann
hafði gleymt æskustöðvum sínum og
æskuvinum, föður og móður, og móð-
urmáli sínu, og jafnvél hinni drottin-
legu bæn. Fortíðin var tómt myrkur
fyrir hugskotssjónum hans — tómt
myrkur og óskapnaður. Og það átak-
anlegasta við það var það, að enginn
maður vissi, hvað hann hafði mist;
jafnvel hann sjálfur hafði ekki minstu
hugmynd um það. — Enginn tók eftir
því, þegar hann raknaði úr öngvitinu,
að hann var búinn að gleyma þeim
fáu ensku orðitm, sem 'hann hafði lært
áður en hann hrapaði. Og enginn tók
eftir því fyr en mörgum mánuðum
síðar, að hann skrifaði aldrei bréf, og
að hann fékk aldrei bréf, og að hann
mintist aldrei á þjóð sína og föður-
land, og að hann lét aldrei í ljós
minstu löngun til þess, að breyta um
atvinnu, eða yfirgefa Flanigan og Ital-
ana hans. — En hann lærði mjög fljótt
að mæla á enska tungu. Hann þótti
góður verkmaður. Og öllum var vel
til hans. — Og svo var það einn dag,
hér um bil níu mánuðum eftir að slys-
ið vildi til, að Flanigan — verkstjór-
inn — komst að því, að pilturinn var
ekki með sjálfum sér, og að hann
hafði gfeymt fyrri æfi sinni. Þá fór
hann með piltinn austur til Winnipeg.
Þar fundu þeir íslendinga. En enginn
þeirra kannaðist neiít við hinn unga
mann; og ekki s'kildi hann eitt orð af
því, sem þeir töluðu á sínu máli. Þeir
sögðu samt, að föt þau, er hann var í,
væru úr íslenzkum vefnaði. Og hann
'hafði smákver eitt, sem þeir sögðu að
væri á íslenzku. — Þar næst fór Flan-
igan með piltinn suður í Bandaríki og
fann þar læ'kni nokkurn, sem hafði
mrkið orð á sér. Skoðaði læknir þessi
piltinn og sagði að það, sem að hon-
um gengi, væri minnisbilun (amnesia)
og mundi vera ólæknandi; en þó gæti