Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 67
STEFNUR OG STRAUMAR
65
sýnist það aðeins bert og snautt “kríu-
sker”. Við þá menn ætla eg ekki að
deila, en benda vil eg þeim á eitt.
Fyrir nokkrum tugum ára var sjávar-
útvegur íslands svo smávaxinn, að
menn öfluðu þar lítið annað en ‘til
matar”; nær ekkert var útflutt, og
það lítið, sem útflutt var, í litlu áliti á
heimsmarkaðinum. Nú eru íslenzk-
ar sjávarafurðir í fremstu röð á heims-
markaðinum, og flutt út til sölu svo
mikið af þeim, að verð þess nemur
mörgum tugum miljóna í krónum, og
gæti þó eflaust enn aúkist að mun. —
En það er nú það eina, sem ísland hef-
ir að bjóða, býst eg við mér verði
svarað. Nei, það er margt fleira, sem
oflangt yrði upp að telja, sem ísland
hefir af kostum. Engum hefir enn
komið sú dirfð í hug að neita því, að
ísland hafi á liðnum öldum alið í
skauti sínu hrausta og gáfaða þjóð,
og um eitt skeið framleitt bókmentir,
sem standa jáfnfætis því bezta, sem
heimurinn hefir að bjóða. Það er
sannreynd, sem viðurkend er meðál
þeirra þjóða, er fremstar eru taldar,
og kostalaust land getur ekki fram-
leitt þjóð, með slíkum kostum. En út
í það efni skál hér ei lengra farið. Þó
ísland sé fremur kalt og harðviðra-
samt, hefir það marga kosti. Hér
skulu aðeins taldir tveir af þeim kost-
um, sem enginn mun geta rengt, að
ísland hafi.
Enginn mun geta neitað því, að ís
land hafi fossa-nfl til rafmagnsfram-
leiðslu, ef það væri notað, meira en
flest eða öll önnur lönd heimsins, sam-
anborið við stærð þess. Og sá land-
kostur er afar mikils virði, ekki sízt
nú á þessum tímum, er augu þjóðanna,
þar á meðal Islendinga, eru sem óð-
ast að opnast fyrir gagnsemi hans, og
hve afar nauðsynlegt það sé að nota
rafafl á því nær öllum verklegum svið-
um. Enginn getur 'heldur neitað því,
að það er gróðrarafl í íslenzkum jarð-
vegi, og þar er kjarngott fóður og
beitiland til gripaframleiðslu. Sönn-
unin fyrir því er það, að þó vetrar- og
vorharðindinn séu þar oft svo lang-
vinn, að oft .fari ekki gras að spretta
að ráði fyr en um miðjan júní, þá er
eftir mánuð, ef tíð er góð, oft komin
ágæt grasspretta. Ef þetta er nú svo,
og á því er enginn efi, með þeirri litlu
og ófullkomnu grasrækt, sem er á Is-
landi, hve miklum framförum myndi
þá ei grasræ'ktin taka, ef hún væri
stunduð með dugnaði og þekkingu,
fyrst svona vex á óræktuðu enginu,
þar sem aðeins er hirt það, er jarð-
vegurinn framleiðir, án þess að nokk-
uð sé í hann borið. Túnin, þar sem
þau eru í góðri rækt, eru vottur þess,
hve auka má gróðuraflið.
Fyrir mínum augum eru þessi tvö
mál, rafmagnsframleiðslan og jarð-
ræktarmálið, svo samtvinnuð, að
framför í jarðrækt er bundin við það,
eigi hún að verða það, sem hún getur
orðið, að rafmagnsnotkun verði sem
ahnennust um alt Island.
Til að sannfærast um það þarf ekki
annað en gera sér grein fyrir, hve mik-
ið af áburði er brent til að hita hús og
sjóða matvæli, sem mundi notað til
áburðar, ef hitun húsa og matvælasuða
væri álment framkvæmd með raf-
magni; og þegar þar við bætist, að
með rafmagninu má framleiða úr loft-
inu ótakmarkaðar birgðir af tilbúnum
áburði, sem að vöxtum og gæðum
gæti bætt upp gripaáburðinn, þá finst
mér liggja ljóst fyrir, að fullkomin