Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 69
'VSiinifir’íífSuair’ HlveíSmiF,
Eftir Gu'ðmund Friðjónsson-
Hjónin á Núpi, Arnfinnur og Þór-
hildur, eru að leysa landfestar sínar í
Þeim vændum, að fara til Vestur-
heims.
Hvað veldur burtflutningi bónd-
ans? Hefir honum brugðist jarð-
næðið’
Svo má að orði kveða. Atvikin
hafa reyndar bygt honum út. Hann
hefir búið á sjálfs sín eign að hálfu
leyti, fengið hálflenduna í arf eftir
föður sinn. En hina hálflenduna hef-
ir hann háft á leigu með þeim skil-
mála, að hún verði laus, þegar eig-
andinn þurfi á henni að halda handa
sér eða sínum.
Þessi Iandsdrottinn er bóndi jjar í
sveitinni, sem nú á uppkominn son,
kvongaðan, og vill sonurinn sá fá
hálflenduna til ábúðar. Þá vill Arn-
finnur ekki vera á sínum helmingi,
kann ekki við tvíbýlið og þykir óvið-
feldið að minka sig um helming.
Hann er alinn þarna upp og hefir verið
t>ar allan aldur sinn. Hann býst eigi við
að nema yndi héiilendis á nýjum
stöðvum, enda er naumast um ábúð-
arjörð að tala, svo mikill hörgull sem
er á bólstöðunum. Hann viíl þá held-
ur brjóta allar brýr að baki sínu og
leggja frá landi með Leifi hepna,
vestur á veraldarsæinn þann, sem
frændur hans hafa siglt hópum sam-
an.
Hjónin eru búin að ríða á ýmsa bæi
í sveitinni til að kveðja ættingja og
vini. Nú eru þau að fara alfari frá
Núpi. Næista morgun verður bærinn
kvaddur, augum rent í síðasta sinn
yfir jörðina, sem borið hefir þau og
fætt frá blautu barnsbeini, lúð þau og
gelfið þeim hvíld, glátt þau og vakið
þeim trega. Arnfinnur gengur þögull
þenna dag út og inn um bæinn, hefir
ýmist hendur sínar í vösunum, eða
hann ber þær á bakinu. Þórhildur
sópar baðstofuna og þurkar gluggana,
sópar og þurkar í sífellu. Öðruhverju
ganga hjónin út á hlað og litast um,
lygna augunum og mæna út í bláinn.
Svanfríður bóndadóttir siíur úti á
hlaðvarpa og saumar stafi í sokka.
Hún er niðurlút og snýr andliti frá
bæjardyrum, svo að ekki sér yfir-
bragð hennar.
Nú eru sumarsóistöður og jörðin er
í fegurstum blóma. Tíðarfari er svo
háttað, að bjartviðri er dægrum sam-
an, sólskin og hafgola á dagrnn, en
logn um nætur og döggfall. Fuglar
sitja á eggjum og grasið þýtur upp úr
jörðinni.
Þegar háttatími er kominn og hjón-
in búast til hvílu, situr Svanfríður enn-
þá úti í hlaðbrekkunni og föndrar við
eitthvað í kjöitu sinni, ef til vill il~
Ieppa og brydda skó. Móðir hennar
kemur þá út á hlaðið og segir:
“Svana mín, lambið mitt góða!
Ætlarðu ekki að koma inn og hátta?
Nú verður farið snemma á fætur á
morgun og —”