Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 81
“GESTURTNN” 7Q
•er glatt í borg og bæ: bráðum kemur
vorið”). Fletti svo við blaðinu og
las:
“ÞaS hlýnar í brúnum og brosir viS
sær,
í brekkunum fagurblá vorperlan grær.
£g lifna, eg vakna, því veturinn dvín
og voriS og sólskiniS kemur til mín.”
'‘Og senn koma lóur í hlíSarnar heim
og 'himnesku igul'lstrengja-ljóSin meS
þeim,
viS kvak Iþeirra vaki’ eg um vorkvöld-
in ih'ljóS,
er voigarndr loga í purpuraglóS.’’
“Ósköp er nú þetta fallegt, pabbi!
Heyrðu! Mig 'Jangar til að kjósa mér:
Efst á blaði í vinstri hendi!”
Davíð opnaði bókina með aðgæzlu,
fas fyrstu línurnar með sjálfum sér, en
svo upphátt:
“En sú blessuS IblíSa!
Bezt er nú aS líSa
meS þér, ilitla ljósiS mitt,
í leik og söng til hlíSa!”
“Lestu það alt, pabbi! Það er svo
fallegt.”
“Og nú kýs eg mér á miðju blaði í
Eægri hönd.”
“Eg er ihræddur um að þú verðir alt
of þreýtt,” sagði Davíð, 'um leið og
hann þurkaði gleraugun vandlega á
lakhorninu.
“Nei! nei! Þvert á móti, eg gleymi
þreytunni. -— Á miðju blaði í hægri
hönd.”
“Eg iheyri’ hann tala. — EilífS drott-
ins ’öl’l
í einum máttar-raddlblæ lýsti’ og söng,
—og týndra lisla-ljóSa stuSlaföll
í Ijúfum samkliS Íylítu himingöng.
í djúpum hafsins gleymd og grafin
lönd
í geislum smaragSs.ljóma birtust sýn.
Og mér fanst allur heimur bróSurhönd
sem hjálpfús væri’ í kærleik rétt til
mín!”
“Hver var það, sem hann heyrði
tála, pabbi?”
“Frelsarann,” sagði Davíð lágt, og
ýtti gleraugunum alveg upp að aug-
unum.
“Frelsarann! — Hann heyrði frels-
arann tala! — Lotning og aðdáun
lýsti sér í hverju orði. Hún Iagði aft-
ur augun. “Eg ætla að hugsa um
það, sem þú hefir verið að lesa,
pábbi.”
Dáhtla stund lá hún þannig. Davíð
reyndi að lesa í bókinni, en gamla
stundaklukkan, sem hékk á veggnum
fynr aftan rúmið, hjó í sundur þögn-
ina oig truflaði hann.
“Pabbi! Kaus eg mér annars
þrisvar sinnum? — Nei, eg kaus mér
bara tvisvar. Maður á ætíð að kjósa
sér þrisvar. Eg kýs mér efst á blaði
í hægri hendi.”
Hann opnaði bókina og hitti á bls.
! 12—1 13. “Efst á blaði í hægri?”
— Hann las fyrstu línurnar með sjálf-
um sér, fölnaði og fór hjá sér. —
“Það er um einhvern “Gest”. Eg —
eg er hættur að sjá með þessum gler-
augum. Eigum við ekki að láta það
bíðá?”
“Jú, það gerir ekkert til, þó það
bíði. Verst með gleraugun þín. —
Korndu og lofaðu mér að hvísla
nokkru að þér! — Eg ætla að heita á
þig, ef irnér batnar fljótt, að gefa þér
gleraugu með gyltum spöngum, fyrir
yfirvinnu-aurana mína.