Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 94
92
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hina þungu og iföstu íund hennar þékti
enginn betur en hann. Nú skildi hann,
hví ihún hafÖi stundum í seinni tíð
horift á hann kvíðandi, alvarlegum
augum.
Ingó'Ilfur fann alt í einu til þreytu —
á sál og líkama. Hann settis't í sand-
inn og studdi hönd undir kinn.
Hugsanirnar voru að simásíkýrast —
koma með meiri ró.
Minningin um Þórdísi — nálægð
hennar —, niðurinn í vatninu, friður
og kyrð næturinnar, — þetta alt
straúk þreytta sálu hans, eins og mjúk-
ar ástvinahendur.
Vatnið háfði oft áður verið honum
fefagi og vmur, þegar stormur og upp-
reisn í hans eigin hug höfðu nærri bor-
ið 'hann ofurliði.
Hér haifði hann kropið í emveru og
einsftæðingsskap. Hér hafði hann
beðið heitt og innilega. Og hér hafði
hann líka efast um, að nokkur guð
væri til. — Tilveran sýndist vera mis'k-
unnarlaus heild, sem marði þá sundur,
er urðu ifyrir tilfinningalausu hjóli at-
vikanna.
Hér hafði hann grátið tárum, beisk-
um tárum fullorðins manns, sem iífið
var nærri búið að kremja allan vilja
úr. — Hér halfði hann Ifka fundið frið,
frið eftir ofurvald tilfinmnganna. AI-
veg eins og öldurnar á vatninu lægði
eftir storminn, svo hafði hann fundið
sálarfrið smátt og smátt, eftir því sem
árin Hiðu, — lært að vera þakklátur
fyrir bros guðs í sóilskininu, tár hans í
regninu, — lært að vera þakklátur
fyrir lífið sjálft.
Og það var litla Ragnhildur, er átti
sterkasta þáttinn í að lýsa og verma
upp sál hans aftur, — alla leið frá því
að hún, lítið barn, kom hlaupandi á
móti honum með útbreiddan faðminn,
glaða andlitið, blá, geislandi augu og
gúllbjarta hárið og skæra barnsróm-
inn, sem kallaði á hann. Það var hún,
og enginn annar, Sem áftur hafði breitt
í kringum hann birtu, vonir, ást og trú
á ilífið.
Á henni hafði hann svo bygt alla
sína framtíðardrauma. Hún átti að
njóta alls, sem Þórdís og hann höfðu
orðið að fara á mis. Nú hafði hún
brugðiist honuim í fyrsta sinn! — En
var nú rétt að líta svo á það? Hún
hafði rétt til að giftast hverjum sem
hún kaus, og ekkert var eðlilegra en
að hún gifti sig. — En hann hafði von-
að — eiginliega ætlást til — að það
yrði íslendingur. —
Hvað gat hann gert? Drepið við
fæti og blátt áfram bannað henni að
eiga lækninn? Nei, iþeir dagar voru
fyrir löngu liðnir. Hann gat elkkert —
gat ekki sagt orð. Vissi með sjálfum
sér, að þó hann setti sig upp á móti
því nú, myndi hann á endanum verða
að lláta uindan. En hann var þó fað-
ir hennar, haifði alið hana upp. Átti
hann ekki heimtingu á, að hún tæki til-
lit tii vilja hans í þessu efni? Það var
enginn vafi á því, að henni var vel
kunnugt um, hvað hcnum voru þesisar
enrku mæigðir á móti skapi.
Átti hann að launa Ragnlhildi aillla
ástúðina með því, að svifta 'hana ef til
vi|M gæfu hennar? Þorði hann það?
Hvað haifði móðir hennar grætt á að
taka saman við hann. verða konan
hanis? Bláfá'tadkt, heilsuleysi. sorgir,
dauða. Hann haifði eklki ráðið svo
vel framl úr sinni eigin aéfi, að hann
þyrði að taka ráðin af öðrum. —
Hann varð að sætta sig við þetta,
eins og fleiri ísílenzkir foreldrar, er