Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISRÉLAQS ÍSLENDINGA
1 14
um, tóbaki og sætindum o. fl-, og sé þó
ótaíið burðargjald. Eru íslenzkir
kaupmenn beðmr að senda nefndinni
vetlinga, sokka og annað þess háttar,
er eigi fáist lengur keypt í bæjarverzl-
unum og lofast hún til að borga það
fullu verði. Er þess og getið, að hraða
þurfi þessum gjafaspndingum, ef þær
eigi að komast í hendur móttakenda
fyrir jól. Skorað er á almenning, að
senda svo fljótt sem auðið er til ung-
frú Steinunnar Stefánsson nöfn og á-
ritan allra íslenzkra hermanna, er
komnir eru austur um haf, svo enginn
verði eftir skilinn. Þá er og fólk beð-
ið að gefa til þessa fyrirtækis, ullar-
sokka, vetlinga, trefla og annað þess-
háttar, er komið geti þeim m.önnum vel
er úti þurfi að vera, hverju sem viðr-
ar; ennfremur pemnga, þeir sem það
vilja, því kaupa þurfi margt, er fari til
þessara jólagjafa. Gert er ráð fyrir, aó
eigi verði gjafabögglarnir færri en
hundrað, því að um hundrað íslend-
ingar muni austur farmr. M'áli þessu
var vel tekið og greiðlega, svo að á
skömmum tíma var alt fengið, er um
var beðið — og állnokkurt fé umfrám.
Var þetta upphafið að hinm miklu
fjársöfnun í þarfir íslenzkra hermanna
er eftir þetta var höfð á ári hverju
meðan ófriðurinn stóð. Fyrir samein-
uðu nefndinni vakti aðeins það eitt, að
hinum burtförnu hermönnum væri sýnd
þjóðleg ræktarsemi, og þeir eigi gerð-
ir varskiftir, er öðrum væri sómi sýnd-
ur og vinarþel- Fé það, sem afgangs
var, lögðu þeir forseti og féhirðir inn
á banka. Hafði forstöðunefndin um
tíma í huga að efna til sjóðs til styrkt-
ar þeim, er til baka kæmu úr stríðinu,
fatlaðir eða særðir. Var þá eigi búist
við, að ófriðurinn héldist jafn lengi og
raun varð á. En síðar var frá því
horfið, enda ekkert gert til þess, að
auka sjóðinn. Ótal félög voru stofnuð
með líku markmiði, og peningarnir,
$98.60, fengnir í hendur einu þeirra
— 4*Jón Sigurðssonar” félaginu, er var
öílugast og fjölmennast, og hafði al-
mennastan tilgang.
Frá því heiíir áður verið sagt, að
efnahagur var þröngur framan af ár-
um; áttu fæstir mikið afgangs ferða-
kostnaði, er vestur fluttust, en það,
sem til var, vildi fljótlega ganga til
þurðar. Treystu flestir á það, að fá
unnið fyrir sér og sínum, ef heilsan
ekki bilaði, þegar komið væri í a'lls-
nægtálandið. Trúin á mátt og megin
var mikil og traust og jafnsterk lífs-
hvötinni sjálfri. Með því helzta, sem
dró menn til Winmpeg á þeim árum,
var vinnan. Þótt bærinn væri smár, þá
var hann þó í uppgangi, og þar var því
ifremur atvinnu að vænta en úti í ó-
bygðunum- E,n vinnan, er innflytjand-
anum stóð til boða, var helzt sú, er
aðrir vildu eigi gera, er nokkurs máttu
sín, erfið og illa launuð, vinnutíminn
langur og rekið óspart á eftir. En svo
rak þörfin á eftir Hka, og oft vægð-
arlausara en verkstjórinn. Til vinnunn-
ar kunnu menn lítið og notuðu verk-
veitendur það sér í hag. Flestir kunnu
þó að moka, moka moild og aur, það
höfðu þeir gert á Islandi stöku sinn-
um, og að bera á öxlinni klyfjar af
kalki eða múrsteim, til þess þurfti ekk-
ert nema krafta, en þá höfðu margir í
sæmilegum mæli. Atvinnugreinarnar
helztu, er til bpða stóðu, voru skurð-
gröftur og aurrennulagningar í stræt-
um borgarinnar, og stein- og kalk-
burður við stórhýsasmíðar. Vinna