Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Síða 118
116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hitt mátti tákast, að menn fylgdust að,
|]jegar um vinnu var að ræða svo allii'
sætu að sömu kjörum. — Með því
jaugnamiÖi er því farið af staÖ með
félagsmyndun við ársbyrjun 1890.
Gengust fyrir því örfáir menn í fyrstu
— uim tófllf manns. Þar á meðal Gunn-
ar Árnason frá Leirá í Borgaífirði, Jó-
hannes Jósephsson úr Leirársveit
syðra, Jóhannes Gottskálksson af
Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu, Sig-
urður Árnason frá Höfnum í Húna-
þingi, Böðvar Gíslason úr Laxár-
idal í Dalaisýsflu. — Bráðabirgða-
stjórn er kosin, Sigurður Árnason for-
seti og Böðvar Gísl’ason skrifari. Boða
þeir svo til almenns fundar 3. apríl
1890 í Islendingafélagshúsinu. Skor-
að er á verkamenn að koma og ganga
í félagið. Skýrt er frá, að kosin verði
stjórnarnefnd fyrir næstkomandi ár.
Á fundinum er þess getið, að innritað-
ir séu uim 60 manns. Forseti er kosinn
jEiríkur. Sumarliðason (úr Borgarfirði,
þá fyrir stuttu kominn till Winnipeg),
Sigurður Árnason skrifari, Böðvar
Gíslason féhirðir, en fulfltrúi í hið sam-
einaða ráð iðnaðar- og handverks-
manna í Winnipeg (“Trades and
Labor Councifl of Winnipeg”) Jón Júl-
íus. Reglugerð er samþýkt fyrir fé-
flagið. Er það með öllu óhátt innlend-
"um félögum af samskonar tagi, og í því
fá staðið aðeins þeir Isllendingar, er
istunda daglaunavinnu og teljast til
erfiðismanna. Gjöld eru lögð á hvern
félagsmann, 10c á mánuði hverjum,
og skulu fundir haldnir aðra'hvora
viku. — Eigi getur félagsins fyr en um
haustið, að það boðar til fundar 22.
nóvember, til þess að ræða um, hvort
eigi sé gerlegt, að fá einlhvern íslend-
ing til þess að taka útnefningu og
sækja um kosningu í bæjarráðið- Fyr-
ir kjöri fundarins varð Árni kaupmað-
ur Friðriksson, er áður hafði setið í
bæjarráði, en tafldist undan. Var svo
enginn tilnefndur, en mikið rætt um,
að Islendingar þyrftu að hafa þar for-
svarsmann. Frá því var skýrt á fund-
inum, að líti'I von væri til að komið
yrði íslendingi í iþessa stöðu, því menn
helfðu vanrækt að koma’st á kjörskrá
og ekki nema Iítill h'.uti skrásettur. Var
þá skipuð nefnd til þess að fá þetta
fleiðrétt. Sumarið eftir var meira um
vinnu en verið halfði. Var þá verið að
reisa hið mikfla gistihús Norður Kyrra-
hafs járnbrautarfélagsins (Manitoba
Hotel og Nor. Pac. Termináls, —
jbrann veturinn 1898). Þá var og graf-
jið hið mikla lokræsi á Colony St., og
hlaðið innan með múrseini. Fyrir verki
því stóð félag, er nöfnist Thos. Kelly
& Sons- Voru þeir feðgar írskir og
þóttu fremur knffmr og vinuharðir.
Fjöldi Isflendinga vann hjá þeim. Stóð'
fp'á Verkamannafélagið í mestum
fclláma. Félaginu hölfðu bæzt margir
talsmenn, þar á meðal Gestur Pálsson
ritstjóri o. fl. Var það eigi sem bezt í
samræmi við Iög íéflagsins, þótt eigi sé
laÞfjarri að skoða ritstjóra sem erfiðis-
Imenn. Missætti varð með Kelly • og
ifélagsmönnum út af kaupgjaldi, er
mönnum þótti olf lágt. Gerðu Islend-
ingar þv'í verkfafll hinn 21. júlí og
kröfðust hærri launa. Er þetta hið
fyrsta Verklfallll, sem þeir hafa gert svo
sögur fari aíf. Fóru þeir að öllu með
spekt, en svo vel héfldu þeir saman, að
eigi tókst Kelly að sundra þeim, né
með fagurmælum að fá nokkra til að
byrja á verki fyr en ölflum var heitið
launaviðbótinni og vinnunni. I félag-
inu stóðu þá um 150 manns- Til