Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 126
124
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
fram yfir miðnætti. Ennfremur áttu
f>eir bræður, Einar P. Jónsson og Grsli
Jónsson, að skemta með kvæðum og
söngvum, en tæpum klukkutíma áður
en samkoman hófst, barst þeim sú
sorgarfregn, að faðir þeirra hefði
ancJast þann sama dag, og fórst því
fyrir hluttáka þeirra við s'kemtiskrána.
Næsti fundur var haldinn kl. 10 f.
h. daginn eftir (23. ifebr.). Voru þá
tekin til meðferðar útbreiðslumál.
Höfðu þau lítið eitt borið á góma
daginn fyrir. Komu fram ýmsar skoð-
anir um tilhögun á útbreiðslu félags-
ins. Töldu sumir heppiilegast, að stofn-
að væri sem mest aif heimadeildum
víðávegar út um bygðirnar, aðrir að
ársgjö'ldin yrðu lækkuð; enn aðrir, að
fyrirlesarar yrðu sendir út til að vékja
áhuga á mál'elfninu. Sumir vildu, að
ársgjaldið yrði mismunandi hátt, og
að Tímaritið yrði gefið félagsmönn-
um; þá enn aðrir, að kosinn yrði út-
breiðislustjóri, er starfaði í samráði við
nefndrna. Urðu um aðferðirnar mjög
s'kiftar skoðanir, en flestum kom sam-
an um, að öfluga útbreiðslustarfsemi
þyrfti að setja á fót. Var að lokum
kosin 'þriggja manna nefnd í þetta mál,
og hlutu þessir kosningu: Árni Egg-
ertsson, A. S. Bardal og J. Húnifjörð.
<— Lögðu þeir síðar fram nefndarálit
þess e'fnis, að fela stjórnarnefndinni
að gera alt, sem í hennar valdi stæði,
til þess að afla félaigimu útbreiðslu,
með stofnun deilda, og því, að senda
hæfa menn í fyridestraerindum út um
'bygðirnar. Verkefni deildanna ætti
ifyrst og fremst að vera það, að kenna
Islenzku. Var þetta nefndarálit sam-
þykt.
Þá kom til umræðu útgáfa Tímarits-
ins. Voru þeir Gunnl. Tr. Jónsson,
Ásgeir I. Blöndahl og Á. P. Jóhanns-
son kosnir í nefnd til að bera fram til-
lögur u.u tillhögun útgáfunnar. Lagði
hún fram ti'Ilögur um: að Tímaritið sé
gefið út éins og að undan'förnu, að
stjórnarnefndin ráði séra Rögnv. Pét-
ursson fyrir ritstjóra þess fyrir þetta
ár, að stjórnarnefndin ákveði verð
ritsins, að fundurinn sjái sér ekki fært
að leggja til að Tímaritinu sé útbýtt
ókeypis til meðhma. Voru allir liðir
nefndairálitsins samþyktir eftir nokkr-
ar umræður.
Næst var rætt um samvinnu og
mannskifti milli Austur- og Vestur-
Islendinga. Var í það mál sett fimm
manna nöfnd, þeir Árni Eggertsson,
Sig. Júl. Jóhannesson, séra Rögnv.
Pétursson, Finnur Johnson og Björn
Pétursson. Var þeim 'fálið að inni-
binda í áliti sínu nemendaskifti og
styrk ti'I íslenzkunáms. Ályktanir
þéssarar néfndar voru: 1. Að félags-
stjórnin leiti álits fé'lagsins íslendings í
Rvík, hvernig það félag hugsi sér sam-
vinnu við fél'ag vort, og að leita'st sé
við, að hafa sem bezta samvinnu milli
þessara tveggja félaga. Ennfremur,
að æskilegt sé að þeir menn, er hing-
að yrðu sendir eða héðan í þjóðrækn-
iserindum, séu ráðnir með vitund og
samþykki beggja félananna. 2. Félag
vort vffl hvétja og sltuðla að því, að ís-
lenzkir námsmenn hér sæki háskóla
íslands til að njóta þar fræðs'Iu í Is-
lenzku og þjóðlegum fræðum. Þetta
nefndarálit var samþykt.
Nú gaf Árni Eggertsson skýrslu þá,
er hann halfði lofað í minnisvarðamál-
inu. Kvað hann það ákveðið, að
Manitobastiórnin veiti Islendingum
vegleean stað undir myndastvttuna á
þinghússve’Iinum. Var samþyk't til-