Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 47

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 47
SIGNÝJARHÁRIÐ. 13 finnur Siggeirssonu. Yar þá eigi a8 sökum aÖ spyrja. Falla þeir bræður þar, og varÖ Hagbarður banamaður beggja. Hildigísl komst undan á flótta og örkuml- aður við lítinn orðstír. Eigi var hugur Hagbarðs snú- inn frá Signýju fyrir þessu; má hann nú engu una, nema hann nái fundi hennar. Tekur hajin það til brag'ðs, að gera sér konuklæði, og neytir svo þess, að hann var allra manna frfðastur, og svo uiigur, að honum var lítt sprottin grön. Heldur liann svo til að- setu Siggeii's konungs. Nú ber þeim í milli Saxa og þjóðkvæðinu. Segir Saxi, að hann hafi þóttst vera skjaldmey og fara méð orðsendingu til konungs frá Haka Hámundarsyni, en kvæðið segir, að hann færi á fund Sig- nýjar konungsdóttur, og beiddi hana að kenna isér hannvrðir. Bæði segja þau, að honum var fylgt í skenunu Signýjar, og hversu skennnumeyjum hennar varð starsýnt á komumeyna. Þótti þeim hún heldur en ékki snar- eygð og höndin hörð eins og járn, þótt hún bæði væri hvít og smá. Þá þótti hún ekki beita nálinni fimlega, en aftur á móti taka all- liraustlega. til matar og drvkkjar. Og ekki batnaði, þegar lienni var gerð fótlaug; Þóttu þeirn fæturn- ir og kálfarnir furðulega karl- mannlegir. Um kvöldið var komumeynni fylgt til herbergis konungsdótt- ur; skyldu þær sofa þar báðar um nóttina. Ein var sú þernan, er grunaði hvers 'kyns vera mundi. Iiún þjónaði þeim til sængur. Hagbarður hafði sverð sitt, og var í brynju undir klæðum, og hvernig sem það hefur orðið, þá tókst þernunni að stela hvoru- tveggja frá honum, þegar þau voru liáttuð. Þykist hún nú vita vissu sína, og skundar til hallar konungs og vekur hann með þeim tíðindum, að Hagbarður sonar- bani hans sé þar kominn, og livíli í skemmunni hjá Signýju dóttur hans. Konungur stendur upp skjótt, og biður menn sína vopn- ast. Heldur liðið alt til skemm- unnar og er hringur sleginn um hana. Xú er að segja frá þeim Hag- barði o g Signýju. Þar liafði orðið mikill fagnaðarfundur, en báðum var það Ijóst, í hvílíka hættu var stefnt. Signý mælti: “Eí' faðir minn verður þess vís, að þú ert hér kominn, mun það verða þinn bani.” Hagbarður kvaðst eigi all- liræddur, meðan hann hefði sverð sitt og brynju, “veit eg eigi þá menn innan liirðar föður þíns, er eg treystist eigi móti að horfa. En vilja ’mundi faðir þinn til hafa að hengja mig, ef hann fengi fang á mér, og væri það illa farið, því að þá mundir þú öðrum gefin.” “Eigi skaltu því kvíða”, svar- aði Signý, “því að aldrei skal eg manni unna öðrum en þér, og eigi skal eg eftir þig lifa; auðnist mér eig'i að lifa með þér, skal eg þó deyja með þér. ” 1 þessu bili heyra þau úti dyn mikinn, sem kominn væri her manns. Hagbarður sprettur á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.