Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Qupperneq 76
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
á skrifstofuna, fyr en eftir liálfan
klukkutíma eða meir, svo eg fór
rakleitt heim í þaÖ sinn.
Mér þótti þáð nokkuÖ kynlegt,
að eg skyldi rekast þarna á íslend-
ing. Mér fanst sarnt, að þessi
maður ekki vera verulega líkur ís-
lendingum, Hann var á að gizka
rúmlega tvítugur að aldri, og með-
al maður á vöxt, en liann var frem-
ur dökkur á hörund, og haf'ði svip
o«' andlitsfall nokkuð öðruvísi en
c5
alment á sér stað á meðal norrænna
manna. Og allar líkamshreyfing-
ar hans, alt fas hans og öll frara-
koma benti á það, að hanu væri
uppalinn í Suðurhafseyjum. Það
var einungis nafn hins unga
manns, sem lielzt virtist gefa það
til kynna, að hann væri ættaður af
Norðurlöndum, en nafnið gat þó
verið skozkt.
Strax næsta dag fór eg aftur yf-
ir á skrifstofu gufuskipafélagsins,
og spurði eftir herra Eskford. En
hann var þar ekki staddur þá. Mér
var sagt, að liann hefði farið til
læknis, til þess að láta draga úr
sér sjúka tönn. Eg sneri því
heim aftur við svo húið. En nokkr-
um dögum síðar fór eg enn á ný til
að spyrja eftir þessum unga ls-
lending. Og aftur var mér sagt,
að hann væri ekki viðlátinn, því að
hann hefði þá uan morguninn ver-
ið sendur suður fyrir borg-ina og
kæmi ekki heim fyr en næsta dag.
Eg hað nú um að herra Eskford
væri sagt, að eg liefði tvívegis
spurt eftir honum; og skrifaði eg
nafn mitt og heimilisfang á miða,
og mæltist til þess, að honum yrði
fenginn miðinn undir eins og' hann
kæmi á skrifstofuna. Og var mér
sagt að það yrði gjört.
Svo liðu tvær eða þrjár vikur.
Þá var það einn laugardag, rétt
eftir liádegið, að ekið var í bifreið
heim að húsinu, þar sem eg bjó.
Aðeins einn maður var í bifreið-
inni. Hann gekk að framdyrum
hússins og spurði eftir mér. Þeg-
ar eg- kom út til hans, sá eg að
þetta var herra Eskford. Heils-
aði liann mér mjög vingjarnlega
og spurði mig, hvort eg vildi vera
svo góður og koma heim með sér.
Sagðist hann liafa þar nokkra ís-
lenzka hluti til að sýna mér.
“Eg hefi lítið tekið að erfðum,
þrjá íslenzka gimsteina,” sagði
hann brosandi, “og þá verður þú
endilega að sjá.”
Eg þakkaði honum fyrir boðið,
og sagði, að eg mundi hafa mikla
ánægju af að tala við hann og sjá
þá íslenzku muni, sem liann liefði
tekið að erfðum.
Að frmm mmútum liðnum var
eg' lagður af stað með herra Esk-
ford, og ók hann í fluginu tvær míl-
ur suður fyrir borgina. Námum
við staðar við lítið hús, sem stóð
í fögrum aldingarði skamt frá
sjónum. Var húsið mjög einkenni-
legt og líktist dálitlum súlnagöng-
um langt til að sjá, og liengu þar
sumstaðar hlífar gegn sólarhita.
Er hús með því lagi nefnt lanai,
og er í raun og' veru aðeins þak,
sem hvílir á fáeinum súlum, en
veggirnir eru venjulega grinda-
gluggar og' forhengi. Og‘ oft má
sjá í gegnum endilangt húsið og
út í aldingarðinn á bak við.
Við vorum tæpar tíu mínútur á