Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Síða 86
52
TÍMARIT ÞJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
lagði álierzlu á orðin þíð og snjó-
laus, til að minna liann á, því að
illa þoldi hann að hlutast væri til
um verk lians og fjármenskuhætti.
Þíð og snjólaus! át-hann eftir, já
þá var þar alt galþítt og ófrosið,
öðru vísi en helvítis eldiviðurinn
hérna, sem enginn eldur vill nýta;
hann ætti að vera kominn í sjóð-
hullandi helvíti, ef svo lítið kynni
þá heldur að sljákka í lilóðunum
þar, en liér getur aldrei týrt á
flögu. Og svona lét hann dæluna
ganga um stund. Eg fann, að
skapið var í verra lagi og gekk út
enn þá, rólaði til hestliúss og lét
klárana út. Stundarkorn var eg
að snúast við þá, brynti þeim úr
læk og þrífaði til í stalli. Nú geng
eg heim og inn göng, stanza við
eldhússdyr og heyri, að enn
“skarkaði og sauð í jörðunne”.
Þá sagði eg við Lalla minn: “Ætt-
um við nú ekki að hugsa meira um
skarkalann og suðuna hérna úti við
Skarfastakk og Máfadrang, eg er
hræddur um, að liurðin sé komin í
liálfa gátt liérna í norðuráttinni. ”
“Hvernig tók Lalli þessu? ”
spurði eg.
“Ó, spurðu að þeim náunga.
Hann frýsaði út úr sér tóbaksgusu
og rausaði eitthvað um það, hvort
hann ætti að læsa þeirri hurð. Eg
sá að skapið var úfið, og nú tók
eldabuskan fram í og lét vel yfir
velgjunni í katlinum, hún væri að
nálgast suðu. Þá skifti eg um,
sagði Lalli og breytti um kvæða-
lagið, um leið og hann vatt sér yf-
ir á næstu vísu í Hönguhrólfsrím-
um og valdi þá ekki af mjórri end-
anum, þar sem Grímur Ægir gaf
upp öndina, en Bólu-Hjálmar
blessar yfir sisvona:
“ ‘Fárleg voru fjörbrot hans,
fold og sjórinn léku dans;
gæðasljór með glæpa fans
Grímur fór til andskotans’.”
Nú lagði sá á kláfnum feykna á-
lierzlu á síðasta orðið og tvítók
seinni liluta vísunnar í ofan á lag.
Þá sagði eg: Nú held eg að sjóði
upp úr Surt okkar, Lárus minn,
þegar svona er kynt undir á báða
bógana. Með það sama gekk eg
út og litaðist um. Hestarnir voru
í ógangi og skutu upp ýmsum end-
um á víxl. Það var óveðraþytur í
höminni á þeim.
Enn geng eg inn að eldhúsi og
þá er eldabuska að renna í bolla
Lalla eða skál réttara sagt; þegar
illa lá á honum, var helzt reyn-
andi að blíðka hann með þeim
liætti, ekki minni sopa en mörk af
sterku k'etilkaffi. Eg brá nú á
glens við Lalla og segi: Nú Itrokk-
ar þú til kindanna að þessu búnu,
útlitið er skuggalegt og bezt að
hafa vaðið fyrir néðan sig. Það
er sjálfsagt, það er sjálfsagt, svar-
aði karl og var allur í einu brosi.
Eg fer undir eins, skeiða og skeiða
upp ásana. Þetta rennur í beinin,
sígur til klaufanna, áreiðanlega,
þessi sopi, hann er ósvikinn, þessi
sopi, hann liregst ekki, þó að hurð-
iu xit í norðrinu fari upp á gátt.
Meðan hann lét þessa dælu
ganga, saup liann á “litlu sinui”,
svo kallaði hann kaffiskálina,
smám saman, einn og einn sopa,
og blés í kaffið milli sopanna.
“Þetta gefur betra en brokk, það
gefur vekurð, góðgang, og skeið-
sprett, spái eg. Það gefur líf og