Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Qupperneq 109
“FISKUR 1 ALLA MATA:
75
svo árangurslaust óskaði mér.
Þess vegna liefi eg látið hana
ganga á kvennaskólann, látið
hana læra að leika á píanó, og í
það heila tekið veitt henni eins
góða mentun og mér var unt. Eg
er vön að vinna; þrettán ára, þeg-
ar eg fór að vinna fyrir mér, og
tvítug stóð eg uppi með kornbarn
á handleggnum og átti einu sinni
ekki fyrir útför mannsins míns
sáluga.”
‘ ‘ Mamma! ’ ’
“'Það má hver maður lá mér
það sem vill, þó mig langi til að
telpan mín lendi ekki í því sama
— að svo miklu leyfi, sem eg get
afstýrt því. ”
“Eg mun verða síðasti maður
til að lá yður það” — Eysteinn
reykti í ákafa.. “Eg vildi eg
fengi einhvern tíma tækifæri til
að halda ræðu í hevranda liljóði
fyrir minni yðar. Það væri nokk-
uð einkennilegt að halda skála-
ræðu, og vita fyrir Guði og sam-
vizku sinni, að ekkert lofsyrði
væri ofmælt.”
“Ó, blessaðir verið þér! Svei
mér ef eg held ekki, að þér séuð
þegar byrjaður!” — Stefanía
roðnaði. — “Hamingjan sanna!
Eg var nærri því búin að gleyma
því, að eg’ lofaði konu vestur í bæ
að koma til hennar í dag, það var
vel á minst! Eg verð að biðja
yður að afsaka mig. — Nei, nei!
Eg var ekki að reka yður út.
Gerða! viltu ekki spila eitthvað
af þessum nýju lögum, sem þú
fékst um helgina?” — IGerða
hnyklaði brýrnar, en Eysteinn
keptist við að dusta ímyndaða
ösku af vestinu.
Frú Steinnes virtist hafa átt
meir en lítið erindi við konuna
vestur í bæ, að minsta kosti fanst
dóttur hennar það. En þegar
hún svo loks lauk upp hurðinni,
varð Gerðu svo bylt við, eins og
kallað hefði verið að kviknað
væri í húsinu.
“Iivar er Eysteinn1?” spurði
Stefanía, og leit undrandi í kring
nm sig, eins og hún byggist við, að
hann hefði falið sig í einhverju
liorninu.
“Farinn, ” hvíslaði Gerða, og
hnipraði sig kafrjóð og niðurlút
í sófaliorninu.
Stefanía fálmaði skjálfhent eft-
ir hattprjóninum, þeytti frá sér
kápunni, og settist í sófann. —
“Gerða! lof mér að kyssa þig!”
“Fyrir livað, mannna1?” Það
var kuldablær í röddinni.
‘ ‘ Fyrir hvað! Eg er nú eldri
en tvævetur, barnið mitt. Eg er
ekki blind á báðum augum, sem
betur fer. Eg liefi séð, hvað var
í aðsigi.”
“Eg veit ekki hvað þú átt við.”
“Ef það finst einurðarminni
maður en Eysteinn Ásmundsson,
má seppi heita í höfuðið á mér!”
“Það er vissara fyrir þig að
taka þá hótun aftur. Hann—
hann beiddi mín.”
“Yissi eg ekki, að þetta skiln-
ingsleysi var tóm ólílcindalæti!
Lof mér að-----------”
Gerða spratt upp úr sófanum,
settist á píanóstólinn, fálmaði við
vasaklútinn sinn og horfði í