Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 110
76
TIMARIT bJÖÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
gaupnir sér. — “Mamma! þaÖ er
alveg eins og- þú gangir út frá því
eins og gefnu, a'Ö eg liafi—hafi
tekið honum!”
“Hvað þá! ekki hvað? Þú ætl-
ar þó ekki að reyna áð telja mér
trú um, að þú hafir —-------”
Gerða einhlíndi á móður sína,
eins og hún hefði aldrei séð liana
fyr. “Iíafði þér virkilega dott-
ið í hug, að eg væri skotin í hon-
um Eysteini? Er þér alvara,
mamma! Hefirðu ekki tekið eft-
ir því, að hann er farinn að skifta
rétt fyrir ofan eyrað, til að hafa
eittlivað til að—til að greiða yfir
skallann! ’ ’
“Nú liefi eg aldrei heyrt skop-
legri ástæðu! Yarstu ekki alveg
nýlega að dást að Gunnari lækni?
sagðir liann væri eins og ungur
piltur—hamingjan veit, ef hans
höfuðhár væru talin, mundi verða
mjótt á milli-------”
“Jú, en þeir eru nú svo ólíkir
menn. Eysteinn er ekki svo gam-
all eftir kirkjuhókinni, en hann
er gamall og ráðsettur, alveg eins
og hann væri tilbúinn að setjast
í helgan stein. ”
“Að þii skulir ekki —• Ætlar
þú að telja manni það til ógildis,
að hann sé ráðsettur! Eg hefi
aldrei heyrt annað eins, síðan eg
heyrði eftir stúlkunni, að hún
vildi ekki eiga skikkanlegan
mann! Þiað getur vel verið, að
Eysteinn beri einhver merki
þess, hve vel hann liefir unnið,
livað miklar áhyggjur hann hefir
haft. IJugsaðu þér, það eru ekki
nema fjórtán ár, síðan hann kom
labbandi ofan úr sveit, rúmlega
tvítugur, með fimm kindur, og
fjörutíu og sjö krónur í vasanum.
— Hann siagði mér það sjálfur—
0g nú er ságt, að hann eigi að
minst kosti hálfa miljón.”
“Hýða mig á Lækjartorgi, fyrir
hálfa miljón,” muldraði Gerða.
Stefanía lét sem hún heyrði ekki,
færði sig til í sófanum og sagði:
“Komdu hingað, lamhið mitt!”
Gerða stóð upp með hægð, eins
og liún ætti von á hirtingu.
“ Þú hefir ekki gefið honum al-
gert afsvar? Þú getur ekki feng-
ið betri mann en Eystein. Eg veit
hvað eg er að fara með, liefi þekt
hann í sjö ár. Þú manst hann kom
til okkar árið eftir að við komum
að vestan. Nærgætnari mann er
ekki hægt að liugsa sér, hann
mundi bera þig á liöndum sér, léti
alt eftir þér, og sigldi með þig
hvenær sem þig langaði. Minnir
þú værir að tala um það nýskeð,
livað þig langaði til TTafnar?”
“ Jú, en ekki með—með honum.”
‘ ‘ Eg sem hafði verið að Tilakka
tiT----”
“Mamma! Hvernig stendur á,
að þér skyldi detta annað eins í
liug?”
“Hefirðu nokkurn tíma hugsað
út í það, barnið mitt” — það var
grátliijóð í röddinni — “hvernig
æfin mín hefir verið ? Vinna og á-
hyggjur — áhyggjur og vinna, síð-
an eg var þrettán ára. Nei, þú
skilur ekki hvað það er, að þreyta.
kapphlaup við fátæktina, þetta
skrímsli, sem drekkur blóðið úr
þeim, sem hún hremmir. Þú veizt
ekki, hve nærri eg var að gefast
upp, einkum fvrst í stað, þegar eg