Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 120

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 120
86 TIMARIT t>JÓDRÆKNÍSFÉLAGS ISLENDINGA. ur-Ameríku. Og þarna voru líka íslendingar, þögulir og alvarlegir. Láta þeir sjaldan mikið yfir sér á mannamótum; er sú prúðmenska þeim meðfædd, því fæstir þeirra hér, hafa enn sem komið er lært eða tekið upp “Mannasiði” Jóns. Á efsta lofti í neðstu röðinni sat íslenzk kona. Hún hafði komið snemma og var ein og út af fyrir sig, gaf engan gaum hávaðanum eða skvaldrinu alt í kring um sig. En mörgum varð þó að gefa henni gætur, því hún var ljómandi fríð og hafði yfir sér yndisþokka, sem fáum er gefinn. Ilún har höfuðið hátt, liárið var ljósjarpt og mikið og fór vel, hörundið bjart, augun grá, stór og fögur og djarfleg. Yfir henni hvíldi alvara og látlaus ró, sem ósjálfrátt gaf til kynna, að liún væri sátt við lífið og tæki lilut- unum eins og þeir gæfust. Hún liallaði sér fram á handrið- ið og studdi liönd undir kinn og horfði beint fram undan sér á tjaldið eða öllu heldur á síðustu línur einkunuarorðanna frægu eft- ir Shakespeare, sem á það eru letr- uð: “Sermons in stones and goocl in everytliing.” Undarlegt! “Good in everything”. Hún horfði æfinlega á þessi orð eins og þau væru rituð með logaletri, ein- blíndi á þau og hafði á móti sann- leikanum í þeim. í fyrsta sinn, er hún kom í þetta liús, var hún hrif- in af þessum orðum, hrifin af feg- urð hljóms og söngs, hrifin af líf- inu sjálfu, því hún var glöð og ung, — í hug og hjarta “var morgun um himin og lönd”. Hér hafði hún séð Elvar fyrsta sinni. Lítið hafði hana grunað þá, að vegir þeirra lægju saman síðar. Hljóðfærasveitin byrjaði að spila inngang leiksins. Tónarnir liðu út yfir liúsið, stórfeldir, þung- ir og voldugir eins og hjartaslög hafsins—lifandi, titrandi, þrungn- ir af tign og dýpt. Það var eins og opnuðust æðri heimar og maður sæi inn í dýrðina, og þaðan streymdu þessir undra hljómar. Bergljót drakk inn tónana, er fléttuðust og vöfðu sig um sál hennar og hjartaslög; því músík er það töframál, er talar allar tungur, en þó bezt af öllu tilfinn- ingamál mannssálarinnar. Þar staðnæmist skáldskapur oftast í fordyrinu, en músík er þar kunnug í hverjum krók og kima, á þar heimalönd, sem engum er leyft að stíga fæti inn á nema henni einni og óskabörnum hennar. Hún á ítök í þyt stormsins og gný hafsins, í buldri morg-ungolunnar og suði lækjar- ins, í þrumufleygum, í bliki norð- urljósanna, í litbrigðum blómanna og brosi bamsins. Hún er um fram alt tunga samræmisins, enda þó ósamræmið gefi henni nauðsyn- leg unnnerki. Hún er hjartsláttur manussálarinnar í öllum hennar geðbreytingum, því “þeim finst, er glaðir við faðm þinn leika, sem feli kliðurinn léttan hlátur, en þeim, sem liannandi hjá þér reika, þeim lieyrist niðurinn þungur grátur. ’ ’ Þungur grátur — það var undirtónninn, sem Bergljót liafði heyrt nú lengi — heyrt æ síðan síðasta kvöldið, sem Elvar og hún voru saman í þessu húsi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.