Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Qupperneq 148
hJÓDRÆKNISSAMTÖK.
113
marz), til þess að ræða þessa tíma-
færzlu hátíðarinnar, og miðlunar-
tillagan feld. Var ákveðið að
halda þar þjóðminningardag á
komanda sumri, 2. ágúst og
þriggja manna nefnd kosin, Björn
Pétursson, Jóhann P. Hallson og
Jón S. Gilles, til að sjá um undir-
búning hátíðahaldsins. Var nefnd-
inni veitt leyfi til þess að bæta við
sig síðar, og var þá þessum meðal
annara bætt við: G. J. Gíslason
(nú ilæknir í Grand Forks), Th. J.
Gíslason (kaupmanni að Brown,
Man.), Jóni Hörgdal, Tryggva
Ingjaklssyni og fleirum. Voru
þetta því meiri andmæli á tillögu
nefndarinnar sem eigi hafði áður
verið haldinn Islendingadagur í
Dakota, en bygðarmenn margir
sótt liátíðina til Winnipeg. Var
þetta fyrsti og síðasti Isl.dagur
haldinn í Dakota. Þá risu fljótt
upp deilur í Winnipeg. Var loks
ákveðið að láta almennan fund
skera úr þrætu þessari. Ákvað þá
nefnd íslendingadagsins, frá ár-
inu áður, að boða til fundar. Var
fundur þessi haldinn að kveldinu
14. apríl í kirkju Únítarastafnað-
arins á Nena stræti. Fyrir fund-
artíma var þangað komið fjöl-
menni svo mikið, að húsið mátti
heita fullsetið og bættust þó margir
við eftir það. Voru þrengsli þá
svo mikil, að naumast var liægt aÖ
snúa sér yið. Urðu margir frá að
hverfa. Fundarstjóri var Bald-
vin L. Baldwinson. Fór fundur-
inn stilt fram í byrjun, en ókyrðist
eftir því sem á leið unz að lokum,
að ekki var viðlit að þar lieyrðist
orð, þó stöðugt væri haldið áfram
að tala. Tók Sigtrvggur Jónas-
son fyrstur til máls, skýrði fyrir
fundarmönnum hver tilgangur
átta - manna nefndarinnar liefði
verið, með uppástungu hennar að
færa hátíðisdaginn frarn. Meðan
þeim skýringum fór fram, var á-
heyrri góð, og kyrð meðal fundar-
manna. Sneri hann þá máli sínu
að Jóni Ólafssyni og ritgjörðum
iians og ástæðum þeim er með-
haldsmenn annars ágrists færði
fram með deginum. Tók þá held-
ur að ókyrrast og áður en langt
var komið því máli kvað við blíst-
urshljóð og háreysti svo að yfir
tók og ekki heyrðist framar orð til
ræðumannsins. En strax sem
hann gekk til sætis, var aftur kom-
in á kyrð í húsinu. Tók þá Einar
Ólafsson til máls, einn hinna átta,
er undirskrifuðu breytingartillög-
una. Lýsti hann því yfir, að í
fyrstu hefði hann fallist á þá skoð-
un, að almenningur áliti þjóðhá-
tíðina setta á óhentugum tíma eius
og verið hefði og myndi því óska
eftir breytingu. En eftir það sem
fram væri komið í bygðarlögun-
um, að eins margir, ef ekki fleiri,
aðhyltust annan ágúst fremur en
einhverri annan dag, þá hefði
skoðun sín breyzt í þessu efni og
teldi hann sig nú andvígan allri
treytingu. Vildi helzt að til at-
kvæða væri gengið sem fvrst. Lít-
ið vildi hann gera úr hinni sögu-
legu þýðingu, er nefndin hefði
fundið júní-deginum tiT, og taldi
sig þar sammála Jóni Ólafssyni.
Fékk hann sæmilega áheyrn fram -
undir ræðulokin, en þá ókyrðist á
ný og byrjaði pípublástur. Tóku