Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 154
ARSÞING.
119
hafa enn unnið saman í Þjóörækn-
isfélaginu og þaö deilulaust, — svipaö
því, er Sunnanmenn og Noröanmenn
tóku höndum saman um þjóðareining-
una aö loknu borgarastríði Bandaríkj-
anna. Eg fæ heldur ekki séð, að mcira
hafi boriö á milli í málum Vestur-
íslendinga á umliðnum styrjaldarárum,
en bjá bræðrunum syðra, er vinna sam-
an aö varðveizlu þjóðar sinnar og þjóð-
ernis. Miklu fremur hygg eg, að þessi
félags-samvinna geti, auk aðal tilgangs-
ins, orðið verkfæri i hendi viturra og
góðra drengja til að draga úr deilum
vorum.
Vestur-íslenzkum blöðum ber að
þakka. Þau hafa léð félaginu, en eink-
um hugsjón þess og stefnu, hiklaust
fylgi frá öndverðu. Forgöngumenn
félagsins vildu leggja grundvöll þess
■með gætni og eftir megni hafa þeir
reynt að stýra fram hjá skerjum flokks-
mála og halda velli gegn öfugum tið-
aranda.
Árið liðna hefir reynst erfitt ár á
flestum stöðvum íslendinga hér
vestra. Má það ekki gleymast, er
stjórnarnefnd og starf félagsins er lagt
á metaskálar. í búskap og flestum
viðskiftum hefir lítil eða engin fram-
för átt sér stað, en víða hnignun og
tjón. Hygg eg það alkunnugt. Þegar
þannig er ástatt. sýpur félagsskapur
manna af því seiði. Þó hygg eg, að
Þjóðrælmisfélagið hafi vonum framar
þolað megurð ársins. En dregið hefir
illærið óhjákvæmilega úr útbreiðslu-
starfi þess, og vafalaust tafið til muna
greiðslu iðgjalda.
Erindi um þjóðrækni, eða um holl-
ustu íslendinga hér við hugsjón og
stefnu félagsins, hefi eg flutt á árinu
i ýmsum bygðum íslendinga í Kanada.
Hafa þeir mannfundir ávalt verið fjöl-
mennir og undirtektir almennings hin-
ar beztu.
Ein félagsdeild með nálægt 40 með-
limum, deildin Harpa í Wlinnipegosis,
Alan., myndaðist á árinu. Auk þessa
hafa ýmsir einstaklingar gerst félagar
og meðal þeirra sumir leiðrrio-ar na
mentamenn vorir.
í vetur hefi eg sagt til í íslenzku á
heimili mínu nálægt 25 ungmennum.
Flest eru þau um og yfir lögaldur.
Hafa þau komið einu sinni eða tvisvar
í viku. Kenslan stóð öllum í grendinni
til boða og var með öllu ókeypis.
í Winnipeg hefir deildin Frón starf-
að með áhuga og góðum árangri. Eitt
aðalstarf hennar, kenslan, er unnið í
eining við Þjóðræknisfélagið. Réðu
þau félög sameiginlega tvo farkennara.
Val kennaranna tókst vel. Kensla byrj-
aði með nóvember-mánuði. Nemend-
um hefir verið safnað saman í heima-
húsum, þar sem þess var kostur. hina
almennu skóladaga. Alls hafa nem-
endur verið 120 frá 50 heimilum og
aldur þeirra frá 5—17 ára. Kenslan
er fólgin í lestri, réttritun, skýring les-
kafla, sögu skýringum og endursögn
þeirra, m. fl. Starfstími kennara hefir
að jafnaði verið 6—8 klstundir á dag.
Á laugardögum er einnig kent í
heimahúsum frá kl. 10—12, en í húsi
G. T. frá kl. 3—4% síðdegis. Þá
kenslu hafa að jafnaði sótt 55 nemend-
ur. En við þann skóla hefir oft verið
hörgull á kennurum.
Efalaust er eitthvað átt við islenzku-
kenslu af fleirum og viðar, þótt mig
skorti ábyggilegar fregnir um það.
Hjá deildinni Fjallkonan í iWjmyard
hefir húsnæðisskortur hamlað kenslu.
Þó á deildin kost á ókeypis húsnæði i
samkomusal Quill Lake safnaðar. en
þar skorti sæti. Nú hefir deildin varið
$100.00 til sætakaupa, svo kensla í ís-
lenzku geti farið |)ar fram. Auk þess
varöi sú deild $150 til íslenzkra bóka-
kaupa og gaf $100 til íslenzku sýn-
ingarinnar í New York. Eins og að
undanförnu annaðist hún um íslend-