Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 157
122
TIMARIT bJÖÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
atriði og nefnd skipuö til aS íhuga
breytingarnar. í þeirri nefnd voru:
Séra Guðmundur Árnason,
Ásm. P. Jóhannsson, og
Fred. Swanson.
Degi síðar kom nefndin meö álit sitt.
Er þaö all-langt mál, en aöal niöurstaöa
þess var, aö ráöa þinginu frá því að
lækka ársgjöld félagsins. En aö sam-
þykkja tillöguna um atkvæöafjölda við
lagabreytingar.
Urðu um fyrra atriðið langar og
snarpar umræður, er enduðu með því,
að lagabreytingunni um lækkun árs-
gjaldsins var hafnað með 'litlum at-
kvæðamun. Siðari lagabreytingin var
og lögð yfir til næsta þings til endilegra
úrslita.
Næsta atriði á dagskrá var lesbókin
fyrirhugaða. Voru settir i nefnd til að
íhuga það mál þeir: Richard Beck, H.
S. Bardal og Finnur Johnson.
Álit þeirrar nefndar leggur fastlega
með þvi, að lesbók, er tæki við af staf-
rófskveri og sniðin sé eftir þörfum og
skilningi vestur-ísl. barna, sé samin og.
gefin út eins fljótt og kringumstæður
leyfa. og sé stjórnarnefndinni falin
framkvæmd í málinu.
Umræður urðu eigi miklar um þetta
atriði, og var nefndarálitið samþykt
eins og það lá fyrir.
Otbreiðslumál. Nefnd var ícosin 1
það mál, þeir prestarnir: Jónas A. Sig-
urðsson, Stgr. N. Tihorláksson og
Guðm. Árnason. Lagði nefnd sú fram
álit sitt síðasta þingdag. Urðu um það
talsverðar umræður. Þóttu sum atriði
þess ekki nógu ákveðin. Tók nefndin
þær athugasemdir til greina og breytti
lítið eitt orðalagi álitsins því samkvæmt.
Aðalatriðin eru þessi:
1. Að lög og iðgjöld fél. hafi einkum
tillit til útbreiðslu þess.
2. Að blöðin séu hagnj'tt ti! útbr. fé-
lagsmála, og á ritstj. sé skorað að ljá
félaginu fylgi sitt.
3. Að fvrirlestrar og samkomur séu
haldnar víðsvegar um bygðir íslend-
inga, félaginu til eflingar og útbreiðslu.
4. Að félagið stofni og styðji ís-
lenzkt söngfélag.
5. Að félagið styrki kenslustarf í is-
lenzkri tungu og bókvísi eftir megni, og
6. Að þingið feli næstu stjórnar-
nefnd framkvæmdirnar samkvæmt þess-
um fyrirmælum, og á þann hátt er fé-
laginu sé fyrir beztu.
Var nefndarálit þetta rætt og sam-
þykt lið fyrir lið.
íslenzku kensla var næst tekin til um-
ræðu.
Séra Guttormur Guttormsson, Miss
Fllaðg. Kristjánsson og G. J. Húnfjörð
voru skipuð i nefnd til að íhuga það
mál. Lagði sú nefnd fram álit sitt síð-
asta þingdag, og er það þess efnis, að
nefndin álítur að kensla sú er félagið
hefir haft með höndum, hafi borið svo
góðan árangur, að hún leggur eindreg-
ið með því að stjórnarnefndinni sé fal-
ið að halda því starfi áfram á næsta ári
og fjölga kennurum ef ástæður leyfi,
og hvetja fólk alment til samskonar
starfsemi sem allra viðast.
Nefndarálit þetta var samþykt ó-
breytt.
Þá kom til umræðú útgáfa Timarits-
ins. í nefnd voru skipaðir: Ásm. P.
Tóhannsson, Friðrik Guðmundsson og
Ásgeir í. Blöndahl. Lögðu þeir til að
sama tilhögun væri höfð og að undan-
förnu, sami ritstjóri væri ráðinn og út-
gáfa þess að öðru leyti í höndum nefnd-
arinnar. Var það samþykt athugasemd-
arlaust.
Samvinna við ísland og manna skifti:
Urðu um það langar umræður, með og
móti möguleikum þess. Voru séra
Rögnv. Pétursson, Sveinbjörn Árnason
og Friðrik Gíuðmundsson skipaðir 5