Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 41
Oo S» fffVo
Eftir Pál Bjarnarson.
Prófessor, dr. Finnur Jónsson
ritaði um þetta efni í Skírni 1912
ritgerð, sem nefndist: “Um tals-
hætti á íslenzku. (Frá hinu helzta
skýrt í ræðu á stúdentafélagsfund-
um í Khöfn.)” Hann útlistaði þar
afrunamáltæki nokkur eða “tals-
liætti”, sem hann kallar, og heim-
færði þau undir 7. eða 8. flokk, sem
hann taldi að komast mætti af með
til að flokka öll máltæki undir eft-
ir frummerkingum þeirra.
Efnið er svo aðlaðandi, að það
dregur mig til að bera fram útlistan
á nokkrum máltækjum, sem eg
hefi tínt saman. Sum af þeim eru
hin sömu og dr. Finnur liefir þeg-
ar útlistað, og felli eg þau vitaskuld
úr, nema fá ein, sem eg skýri á
annan veg en hann, en þá læt eg
jafnframt getið, hvað hann hefir
að segja um þau.
Það er algengt, að menn líkja til
þeirra hluta, sem allir þekkja, til að
ummerkja orð sín eða til fjörs eða
fegurðar ræðu sinni. Málvenju
þeirri eigum vér að þakka afruna-
máltækin. í fyrstunni merktu þau,
eins og próf. Finnur tekur fram,
ekki nema það, sem í orðunum
liggur, ástand eða verknað, sem
lýsist þar eftir orðanna hljóðan.
Þegar þeir hlutir voru altíðir, þá
var líkt til þeirra í ræðu, alveg eins
cg viðgengst enn um það, sem al-
þekt er. Sem stundir liðu fram, úr-
eldi hlutina, en samt hélt því fram,
að líkja til þeirra eins og meðan
þeir voru algengir, og fyrir bragðið
fengu máltækin afrunamerkingu
smámsaman, eftir því sem hlutirn-
ir hættu að hvarfla fyrir huga
manns, þótt farið væri með nöfn
þeirra. Afrunamerkingin er því
æfinlega nokkuð af sama bergi
brotin og frummerkingin og skilj-
anleg af henni. Það er auðvitað,
að sé líkingin tekin af náttúrunni
eða hlut, sem ekki er fallinn úr
tízku, þá eru þau máltæki enn höfð
í frummerkingu sinni jafnframt
hinni.
Útlista máltækin, er að finna
frummerkinguna og sýna afrun-
ann af henni. Það gerist með því
að koma því fyrir sig, hvað máltæk-
ið eigi við eiginlega eða hverju það
lýsi. Takist manni það, þá er gát-
an ráðin og afruninn blasir við eins
og liérað af heiðarbrún í bjartviðri.
Takist manni aftur á móti ekki að
glugga í það, hverju orðin lýsi, þá
auðnast nmnni ekki að útlista mál-
tækið. Frummerkingarnar eru af
munum manna eða athöfnum, fé-
lagslífinu eða náttúrunni, og auð-
velt að flokka þeim í flokka líkt og
tíðkast í landhags- eða þjóðfélags-
skýrslum; en sú flokkan er ekki
ómaksins verð, því ekkert vinst við
hana framar en það, sem lieyrðist
í merkingunni, og heldur mein að