Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 45
AERUNAMÁiLTÆKI NOKKU'R utltstuð
11
“Supplement til islandske Ord-
böger” undir “gýgur” arbejde for
en Jettekvinde, arbejde forgjæjves,
og á líklega við, að máltækið sé
runnið af týndri munnmælasögu.
Má það vitaskuld vel vera. Af dr.
Pinni er ekkert að hafa um þetta
máJltæki nema spurnina: “Hvað er
“gíg”?” Máltækið er æfinlega
haft sama sem vinna til einkis, til
ónýtis, eins og Jón Þorkelsson
leggur það út, sama sem eða mjög
svipað og bera vatn í hripum eða
fylla ker þeirra Danaus-dætra. Gíg-
ur merkir gjá, gap, og hefir þá
merkingu í (máltækinu. Því lítið
stendur við í gapinu, t. a. m. hunds-
gapinu, sem oft er tekið til. Gíg-
ur er komið af sögninni gá eða
gjá (innskotið j, eins og klá, kljá)
og merkir að gapa, gelta og beygist
eftir 3. flokki sterkra sagna (Wim-
mer), þeim með hljóðskiftinu a-ó-a
og stofni lokuðum einum málstaf
að venju eftir hljóðskiftsstafinn.
Að gígur sé af sögninni gá, er aug-
ijóst af orðmyndun sagnflokksins.
G-ið er flokksins l’enfant terrible
(óþarfakrógi), því það semur sig
lítt eftir sköpum flokksins, skýzt
úr stofni (með hljóðlenging) og í
(með hljóðverping) og lætur á alls-
konar óreglu ganga. Sögnina ger-
ir fyrir þennan ógang í því svo fjöl-
beyga, að hún er stundum tekin
fyrir sérstæðar sagnir. Málfræðis-
bækur hafa þó sama sem ekkert
um óganginn, jafnvel ekki þær,
sem ætlaðar eru “þeim, sem hafa
það starf, að kenna í skólum, hvort
heldur eru menn eða konur”. T. a.
m- er sama sögnin braga og brá,
daga og dá, flaga og flá, gaga eða
gagga (innskots g) og gá eða gjá,
klaga og klá eða kljá, raga og
(h)rjá, saga (sög heitir af því að
hún sær eða sáir) og sá, vaga
og vá, þvaga (nú nafnháttarnafn)
og þvá (þvo); merkingarnar eru
sömu eða skyldar, en beygingin er
aðal-munurinn. Fyrri myndin er
æfinlega veik (-aði, -aður), en
seinni myndin er sterk og ætti æf-
inlega að vera höfð svo, því rétt er
það og fegurst, en stundum er hún
þó höfð veik eingöngu (-ði, -ður)
t. a .m. há, háði, háður, í staðinn
fyrir há, hæ, hó, hógum, heginn.
Orðmyndir af beygingarstofnum
sagnarinnar vitna beyginguna, t. a.
m. hagur, hógur, hægindi, há, rag,
róg eða rógur, rýgur, rjá o.s.frv.
G-ið hljóðverpir fortíðarlýsiorö-
inu, stingi það sér aftur þar inn í
stofninn og rís af því ný óregla. Því
hljóðvarpið vill inn í nafnhátt og
myndir hans, samkvæmt lögmáli
flokksins: sama hljóð í nafnhætti
og lýsiorði. Þar af koma myndirn-
ar heyja, kleyja, klæja, jafnframt
eldri myndunum há, klá o. s. frv.,
en deyja og geyja hafa alveg rutt
út nafnhættinum dá og gá, svo
hann er nú ekki hafður nema sem
nafnorð. Aftur eru lýsiorð þeirra,
þó skrítið sé, regluleg, dáinn, gá-
inn, í staðinn fyrir deginn, geginn,
sem maður hefði búist við. í upp-
runa-orðabókum er leitast við að
skýra hljóðvarpsmyndirnar deyja
(og geyja), af fornþýzkum kenni-
myndum dauja (og gauja), og er
það víst ekki sprottið nema af
ófullkominni þekkingu á Islenzku.
Það þarf ekki neina ímyndaða forn-
Þýzku til að gera sér grein fyrir