Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 47
AERUNAMÁLTÆKI NOKKUR ÚTLISTUÐ
Glámur er tunglið og orðin eru
öll runnin af því, að birta þsss
reynist oft táldræg.
Glæ;r. Kasta á glæ, eyða til
einkis. Glær er eldur.
G ó 1 f. Liggja á gólfi, þ. e. liggja
á sæng til að ala barn. Gólf er hér
hvílugólf, svefnherbergi. Prófessor
Finnur tekur orðið í sinni tíðustu
merkingu, “því konur voru beinlínis
látnar liggja á hnjám og olnbogum
á gólfinu, þegar þær voru að fæða.
Það var þá talin bezta aðferðin.’ Eg
veit að til er þessi burðarlegu-hug-
arburður, en hvar eru ábyggileg
rök fyrir honum? Hafi það verið
hæstmóðins með konum í fyrnd-
inni, að ala börn sín á hnjám og
olnbogum á gólfinu, þá þykir mér
nafngiftin íslenzka á nærkonu-
starfinu: sitja konu, sitja fyrir
hnjám konu, bera það með sér, að
sá “móður” hafi aldrei þrifist þar,
sem íslenzk eða dönsk 'tunga gekk
yfir, sbr. gekk mild fyrir kné
meyja að sitja. Hvernig á að ganga
fyrir kné eða sitja fyrir knjám
konu þeirrar, sem liggur á þeim?
Gráskjólttur. Farðu grá*
skjóttur, er líklega komið úr munn-
mælasögu týndri og ekkert um það
að segja, nema skjóttur er ekki
dregið saman úr skýjóttur, eins og
stendur í málfræði ísl. tungu eftir
Finn Jónsson, og þaðan tekið órýn-
ið upp í Móðurmálsbókina. Skjótt-
ur er dregið saman úr skjáóttur,
því skjáir eru á gripum en ský ekki.
Ýó dregið saman í jó er líklega
ekki til innan tungunnar.
Grös. Vera á næstu grösum,
sama sem að vera ekki langt und-
an landi, vera í nánd, er komið af
fjallagrösum. Því grasaleitin voru
1S
nær og fjær eins og fiskimiðin.
Fyrrum var það algengt að fara á
grasafjall, að grasa, gresja, því er
máltækið: ekki um auðugan garð
að gresja, þ. e. ekki mikið á að
græða, um hvað sem er, fé eða
fróðleik; en nú eru grasaferðir víst
aflagðar alstaðar á landinu, og til
marks um það, hve slíkir hlutir
fyrnast fyr lærðum en leikum, er
það, að próf. Finnur heldur, að
grös séu hér flt. fyrir hagi.
Ha 1 d. Tvent var haldið á.
heimili bónda, hærra hald og lægra
hald. í hinu fyrra var höldurinn,
kona hans og börn og þeir menn
aðrir, er höldurinn vildi vel halda;.
í hinu síðara vinnufólkið. Þar af
renna máltækin: vera í hærra
haldi, lúta í lægra haldi. Við hærra
haldið á orðatiltækið: drepa ekki
hendi sinni í kalt vatn, ekki haft
nema um kvenfólk, og merkir að
vera haldin eins og heimasæta eða
dóttir bónda; eiginleg merking er
að gegna hvorki búverkum né
þjónustu á heimilinu, því búverk-
um fylgdi þvottur mjólkuríláta, en
þjónustu að draga vosklæði af pilt-
um og þvottur plagga.
Prófessor Finnur fer rangt með
þetta máltæki, þótt altítt sé. “Láta
e-n taka hendi í kalt vatn,” segir
hann, “láta e-n þola e-ð óþægilegt;
það er auðséð af þessu, að köld böð
hafa ekki átt upp á pallborðið hjá
íslendingum.” Það er ekki gott að
botna í, við hvað hann á. Að ís-
lendingum hafi þótt ilt að blotna?
Það er ómaklegur áburður á þá.
Þeir sigldu úthöfin smásnekkjum,
velktust oft í róti vikum saman og
stóðu bjórvotir við byttuaustur svo
dægrum skifti; svo voru þeir synd-