Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 59
AFRUNAMÁLTÆKI NOKKUR ÚTLISTUÐ
25
nára á skinni kallaða æsar, en ekki
liíld eg það réttnefni. Annars vita
rllir, hvað æs er. Það er fornt orð
og merkir nú sem fyrrum gat til að
draga band í eða reka í þorn. Edda
segir frá því að Brokkur rifaði
saman varir Lcka, en Loki reif úr
æsunum. Æsar á skóm og móttök-
um eru algengar. Fátt eða ekkert
var jafn algengt á allri söguöldinni
og æsar, fyrir hana og löngu á eft-
ir. Því þá voru tuglar og æsar
hafðar til að halda að sér fötum.
Ermarnar voru saumaðar að hönd-
um eða ulnliðum, en smáttir
skyrtna, kyrtla og stakka voru að
sjálfsögðu togaðar saman með
tuglum í æsum, og hið sama brók-
aropin með lindum og girðlum í
ssum. Skikkjur eða möttlar voru
á tuglum eða þeim var haldið að
sér með dálk, æsar í skautunum,
Öðru skautinu skotið í æs hins og
dáilki svo skotið fyrir í æs þess.
Tuglanna er víða getið í sögum
vorum og þeir lýsa yfir æsarnar. í
þann tíð tíðkaðist að fara í æsar,
þá er menn klæddust. Athöfnin
var ekki greið að komast í lepp-
ana. Þjónustan varð að sjálfsögðu
að vera við hendina til að sauma að
pilti sínum. Sturlunga er til marks
um það, að athöfnin tók sinn tíma.
Gissur Þorvaldsson ugði sér aðför
af Úrækju; Gissur var þá staddur í
Tungu, ef eg man rétt, og lét bera
inn vopn manna og leggja lijá rúm-
um þeirra um kvöldið, er menn
komu úr baði. Sjálfur fór hann í
klæði sín og lét sauma að höndum
sér og hið sama munu menn hans
hafa gert, til þess að vera til taks,
ef aðför yrði. Það bar oftlega við,
þá eins og nú, að brátt varð upp að
standa, cg þá hirtu menn ekki um
að fara út í allar æsar, þegar þeir
klæddust, frekar en menn gera nú
að lineppa alla hnappa, þegar þeir
fleygja sér í fötin. En þegar þeir
bjuggust vandlega, þá fóru þeir út
í allar æsar, drógu bönd og tugla
og belti í æsar sínar, bundu að sér
og girtu sig, og af þessari tízku eru
máltækin þessi runnin, en ekki af
fláningu.
Hnappar og hnepslur fóru víst
ekki að tíðkast á íslandi fyr en við
lok 16 aldar og þál fækkaði æsun-
um, svo munaði um; skikkjur og
feldi lagði af og búning gerði allan
nærskomari en liann var áður.
0kkvisi. Einn er þkkvisi
ættar hverrar. Fritzner hefir au-
kvisi og svo er oftast sagt, sama
sem afkvisi, af rótinni kvis í kvísl
og kvistur, þ. e. örkvisi, og leggur
út ættleri, einn er ættleri ættar
hverrar. Orðið þkkvisi telur hann
rangt eða aflagi, en þar skýzt hon-
um illa, þvf það er einmitt rétta
orðið og hitt afbökun. 0kkvisi er
komið af sögninni þkkva, 0kk, ökk,
ukkum, okkinn. Nafnorð sagnar-
innar eru algeng, angur, öngur, flt.
öngvar, og þkkur nú æfinlega veikt,
eltki, og ummerkis-orðið öngur.
Sögnin er bæði áhrifslaus, vera
sáilega angraður, og þá sterkrar
beygingar, og áhrifssögn, láta e-n
okinn, angra e-n, og þá veikrar
beygingar, alveg eins og hrþkkva,
slcíkkva og sþkkva, og ætti að gera
jafnalgenga og þær. 0kkviss,
sterka myndin, og þkkvisi, veika
myndin, er sá, sem lætur menn
okkna, pkkvir menn, gerir mönn-
um ökk eða ekka, alveg eins og
hrþkkviss eða hrekkvíss er sá, er