Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 67
SVANFÍRIÐUR
33
snjóskriðunni í Klettafjöllunum;
en það er íslenzk kona, sem er að
bjarga börnum mínum undan bók-
legu jökulhlaupi, sem nú er að æða
í algleymingi yfir hálfan Vestur-
heim. — Og eg held að faðir minn
liafi skilið til lilítar merkingu þeirra
orða, sem hann notaði.”
Frú Norton leit ennþá brosandi
til herra La Farge, eins og hún væri
að leita hans álits, hvað þetta
snerti. -— Hann kinkaði kolli ofur-
lítið, en þagði.
“Og nú veiztu, hvernig það at-
vikaðist, að eg kyntist íslenzkum
sögum, og af hverju mér er svo
tamt, að minnast á þær í ritum
mínum,” sagði frú Norton við mig
eftir stutta þögn; “og eg vona, að
þú sért mér samdóma um það, að
það sé alt því að þakka, að hug-
prúður íslendingur var staddur í
námaþorpinu í Klettafjöllunum vor-
ið 1879.”
“Já,” sagði eg, “þú hefir án efa
rétt að mæla. — En má eg spyrja
þig að einu enn, frú Norton?”
“Spurðu hvers þú vilt,” sagði
hún.
“Hefir þig ekki langað til,” sagði
eg, “að ferðast um nýlendur
íslendinga hér í Ameríku? Og
liefir þig aldrei langað til að sjá ís-
land?”
“Mig hefir oft sárlangað til að
sjá ísland og kynnast íslendingum,
því að eg hefi enga aðra íslendinga
séð en Auntie og þig; en eg hefi
aldrei þorað að láta það eftir mér.”
“Þorað?” át eg eftir. “Við hvað
ertu þá hrædd, frú Norton?”
“Eg er svo hrædd,” sagði hún,
“eg er svo undur hrædd við það —
ef eg sé ísland og kynnist fleiri is-
lendingunr — að eg fái þá aðra
hugmynd um hvorttveggja, að
töfrakastalarnir mínir glæisilegu
hrynji til grunna, og að íslenzka
þjóðin mín, hin goðum-líka, hverfi
með öllu, og að mig geti aldrei
dreymt svo dýrðlegan draurn aftur.
-—- Eða skilur þú mig?”
“Eg held það,” sagði eg, og eg
fann að eg roðnaði í framan.
“Vel og gott,” sagði hún, og það
var einkennilegur glanrpi í augurn
hennar; “og þá skulum við ekki
minnast á það meira.”
Nokkru síðar kvaddi eg frú Nor-
ton og herra La Farge. En þegar eg
var kominn fram að strætinu, kall-
aði frú Norton til mín og sagðist
enn hafa nokkuð til að segja mér.
Og þegar hún kom til mín, sagði
hún í lágum róm:
“Eg gleymdi að segja þér eitt,
sem þú hefir sjálfsagt gaman af að
vita, og það er það, að hann lierra
La Farge er sonur hennar Auntie.”