Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 72
38
THMiAiRIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
fer í hönd. Þær stallsystur get eg
látið liggja milli hluta eins og
hverja gátu, sem er óráðin. Að-
dráttarafl og seiðkraftur liðnu tíð-
arinnar stafar af reynslu þeirri og
niðurstöðu, sem liðna tíðin hefir
eftir sig látið. Þar er sú niðurstaða,
sem óhætt er að treysta, ef gengið
er í valið atburðanna og þau dæm-
in tekin, sem næst eru sanni og
bezt . Látum þau vera hafin upp í
hillingaljóma þó nokkurn, eða þá
tíbrá, sem eg nefni blámóðu ald-
anna. Kynslóðin, sem nú lifir, þarf
um fram alt að festa sjónir sínar á
þessum fyrirmyndum, ef svo mætti
verða, að hún færðist þá heldur í
aukana til manndóms og atorku,
og þó einkanlega til staðfestu og
vitsmuna.
Þá væri þó betur farið með at-
hyglina, ef í þá átt væri horft, held-
ur en að drekkja athygli sinni í
kaffihúsareyk, eða þeysa henni á
ringulreið kvikmyndanna. —
Tungan í prentsvertu menning-
ar vorrar er látlaust að tala um
framfarirnar svokölluðu og að
bollaleggja um þær. Sá er mergur
máls þess, ef nokkur er, að keppa
skuli að einhverju, sem er óþekt,
eða lítt reynt, einhverjum ímynd-
uðum gæðurn, sem óljósa von rám-
ar í og dreymir um. Þetta vöku-
draumahjal hefir komist lengst á
gandreið sinni á vegum Bolvíking-
anna svonefndu, sem vilja koll-
varpa öllum fornum virkjum heim-
ilis og þjóðfélagsskipunar. Eg trúi
ekki á anda umturnunar og bylt-
ingar. Mér virðast þær í ætt við
tröllkonuna Gjálp, sem Snorri seg-
ir frá í Eddu, og stóð tveim megin
árinnar og gerði ávöxtinn að Þór.
Eg óska ekki eftir þesskonar vatns-
auka í mylnu manndáðar og at-
orku. Eg vil að kornið sé malað
með öðru afli. Eg vil ekki að
mannfélagsmálefnin komst í trölla-
hendur. Eg festi traust mitt á hæg-
fara þróun, sem styðst við reynsl-
una og söguna, og reynslan þann-
ig, að þær séu hafðar til hliðsjón-
ar. Ekki tjáir að trúa á þær í
blindni. En líta má til þeirra um
öxl með öðru auganu, gæta að
hátterni feðra vorra og mæðra. Sú
athygli má og verður að ná langar
leiðir út í fjarska athurðanna. —
út í blámóðu aldanna.
Því þá að seilast svo langt? Eg
geri ráð fyrir þeirri spurningu. Er
þá lífið í fjarlægð, viðburðirnir,
fyrirmyndirnar, sjónarmiðið og
leiðsögnin? —
Sjóndeildarhringur viðburðanna
og reynslunnar er harla víður.
Enginn sér í námunda nema lítið
eitt af lífsreynslunni. Aldirnar
ókomnu eru þögular að vonum. En
tíminn, sem er á seiði, er ósannsög-
ull og hlutdrægur. En liðna tíðin
er hóti áreiðanlegust. Auk þess eru
atburðirnir, sem eru að gerast, svo
blælausir og berir, að ímyndunar-
aflið kemst ekki á rekspöl á þvf
fótaskinni klukkustundanna. öðru
máli er að gegna um fjarlæga at-
burði, sem hálfsögð saga fjallar um
og liampar út við sjóndeildarhring-
inn. Þeir atburðirnir svo að segja
biðja okkur að stara á sig, brjóta
heilann um sig og geta í eyðurnar
fram yfir það, sem frá er greint.
Við þessa glímu verða viðburðirnir
samgrónari ímyndun vorri. Við
förum þá að hampa þeim og ganga
með þá, fóstra þá og ala önn fyrir