Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 75
INNl í BLÁMÖÐU ALDANNA 41 í sig mikla fyrirferð áfergjulega. Sú fæða meltist ekki fremur en sá matur, sem er gleyptur eða rifinn í sig til ofneyzlu. Þannig fer um hverskonar menn- ingu, sem kemur of skyndilega, kemur með hraða. Hún festir litl- ar rætur eða alls engar, og ber þá litla ávexti eða alls engin blóm. Þetta veit maðurinn, sem lítur um öxl og vill að horft sé til reynslunn- ar. öll þróun liefir verið hægfara, sú sem orðið hefir að mestum not- um. Reyndar er talað um stökk- breytingar í ríki náttúrunnar. Á- hangendur hennar trúa á þá að- ferð hinnar fjölkunnugu náttúru, við sköpun tegundanna. En sú kenning er getgátusögn og virðist hún vera ótrúlegust allra ótrúlegra frásagna um dulspeki og dutlunga náttúruaflanna, sem að sköpuninni vinna og styðja. ' Við því er að búast, að mannin- um, sem lítur um öxl með aðdáun til horfinna manna, verði brugðið um afturhald og jafnvel vanskapn- að, þannig gerðan, að tærnar snúi aftur á lionum og jafnvel andlit- ið. Eitthvað þess háttar minnir niig að standi í bók Árna Garborgs, Huliðsheimar. Eg er ekki hrædd- ur við þessháttar glettur. Eg get aftur á móti vitnað til manns, sem bæ£Si var mæískumaður og hug- sjónagarpur, sá sem gat brotið all- ar brýr að baki sínu, þegar honum sýndist. Sá maður er ritsnillingur- inn nafntogaði, Carlisle enski. Hann hefir ritað bók er heitir “Lið- inn tími og nýrr”, og aðra, er heitir ‘Átrúnaðar á mikilmennin’. Carlisle dáist í báðum bókunum að stór- mennum liðinna alda og hvetur til aðdáunar á þeim og vill að forkólf- ar fyrri alda séu dregnir fram í dagsljósið til fyrirmyndar og eftir- breytni. Hann tekur liorfnu menn- ina í fang sér, eins og sögusögnin hefir frá þeim gengið inni í blá- móðu aldanna, og gerir alls ekki ráð fyrir, að við þá hafi verið auk- ið. Honum verður skrafdrjúgt um lítilmensku og úrræðaskort þeirra manna, sem honum voru samtíða og bálru ábyrgð á landi og þjóð í stórveldinu, sem hann lifði í. Og ekki efaðist hann um yfirburöi for- feðranna í manngildisefnum og skörungsskaparháttum. Sérstak- lega blöskrar Carlisle léttúðin í landi sínu, stjórnmálalausungin, óstjórnin og manngildisvöntunin. Hvað mundi Carlisle hafa sagt, ef hér hefði verið við konungskomuna síðustu og horft á félausa ríkið ausa fénu í hégómann, sem þá var efstur á baugi. Þá fékk Fjallkonan lánshár og gervitennur handa sjálfri sér, en þjóðin stóð á öndinni af konungsdýrkun og drotningar- tilbeiðslu — meðan skuldafenið dýpkaði í botnleysu, frá því að vera hyldýpi fyrir tilstilli ráðleys- unnar. Þannig getur ein fávís kona — þjóðin klætt sig í pell og purpura, þó að hún eigi ekki í raun og veru skyrtur til skiftanna. Þá var þó Áslaug auðugri, sem Ragnar rendi auga til, loðbrók. Hún átti urriðanet til að klæða sig í og hár sem huldi hana alla. Henni dugði sá klæðnaður og svo vizka hennar til drotningarstöðu. Nú er öldin önnur. Nú er harpa Heimis, sú sem Áslaug var í barnæsku sína — nú er hún brotnuð. Og ekki ber á því að drotningarlundin skapist eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.