Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 75
INNl í BLÁMÖÐU ALDANNA
41
í sig mikla fyrirferð áfergjulega. Sú
fæða meltist ekki fremur en sá
matur, sem er gleyptur eða rifinn
í sig til ofneyzlu.
Þannig fer um hverskonar menn-
ingu, sem kemur of skyndilega,
kemur með hraða. Hún festir litl-
ar rætur eða alls engar, og ber þá
litla ávexti eða alls engin blóm.
Þetta veit maðurinn, sem lítur um
öxl og vill að horft sé til reynslunn-
ar. öll þróun liefir verið hægfara,
sú sem orðið hefir að mestum not-
um. Reyndar er talað um stökk-
breytingar í ríki náttúrunnar. Á-
hangendur hennar trúa á þá að-
ferð hinnar fjölkunnugu náttúru,
við sköpun tegundanna. En sú
kenning er getgátusögn og virðist
hún vera ótrúlegust allra ótrúlegra
frásagna um dulspeki og dutlunga
náttúruaflanna, sem að sköpuninni
vinna og styðja.
' Við því er að búast, að mannin-
um, sem lítur um öxl með aðdáun
til horfinna manna, verði brugðið
um afturhald og jafnvel vanskapn-
að, þannig gerðan, að tærnar snúi
aftur á lionum og jafnvel andlit-
ið. Eitthvað þess háttar minnir
niig að standi í bók Árna Garborgs,
Huliðsheimar. Eg er ekki hrædd-
ur við þessháttar glettur. Eg get
aftur á móti vitnað til manns, sem
bæ£Si var mæískumaður og hug-
sjónagarpur, sá sem gat brotið all-
ar brýr að baki sínu, þegar honum
sýndist. Sá maður er ritsnillingur-
inn nafntogaði, Carlisle enski.
Hann hefir ritað bók er heitir “Lið-
inn tími og nýrr”, og aðra, er heitir
‘Átrúnaðar á mikilmennin’. Carlisle
dáist í báðum bókunum að stór-
mennum liðinna alda og hvetur til
aðdáunar á þeim og vill að forkólf-
ar fyrri alda séu dregnir fram í
dagsljósið til fyrirmyndar og eftir-
breytni. Hann tekur liorfnu menn-
ina í fang sér, eins og sögusögnin
hefir frá þeim gengið inni í blá-
móðu aldanna, og gerir alls ekki
ráð fyrir, að við þá hafi verið auk-
ið. Honum verður skrafdrjúgt um
lítilmensku og úrræðaskort þeirra
manna, sem honum voru samtíða
og bálru ábyrgð á landi og þjóð í
stórveldinu, sem hann lifði í. Og
ekki efaðist hann um yfirburöi for-
feðranna í manngildisefnum og
skörungsskaparháttum. Sérstak-
lega blöskrar Carlisle léttúðin í
landi sínu, stjórnmálalausungin,
óstjórnin og manngildisvöntunin.
Hvað mundi Carlisle hafa sagt, ef
hér hefði verið við konungskomuna
síðustu og horft á félausa ríkið
ausa fénu í hégómann, sem þá var
efstur á baugi. Þá fékk Fjallkonan
lánshár og gervitennur handa
sjálfri sér, en þjóðin stóð á öndinni
af konungsdýrkun og drotningar-
tilbeiðslu — meðan skuldafenið
dýpkaði í botnleysu, frá því að
vera hyldýpi fyrir tilstilli ráðleys-
unnar. Þannig getur ein fávís
kona — þjóðin klætt sig í pell og
purpura, þó að hún eigi ekki í raun
og veru skyrtur til skiftanna. Þá
var þó Áslaug auðugri, sem Ragnar
rendi auga til, loðbrók. Hún átti
urriðanet til að klæða sig í og hár
sem huldi hana alla. Henni dugði
sá klæðnaður og svo vizka hennar
til drotningarstöðu. Nú er öldin
önnur. Nú er harpa Heimis, sú sem
Áslaug var í barnæsku sína — nú
er hún brotnuð. Og ekki ber á því
að drotningarlundin skapist eða