Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 76
42
TIMMJIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þróist við hljóðfærin þau sem dylla
konungatilbeiðslunni. Nú ræður
hégómagirnin lögum og löndum.
Þessháttar meðferð á tíma og fé-
munum færir sprengikúlur í hend-
ur byltingamannanna. Og þess er
von. Sultur, klæðleysi og lúi þola
ekki að gulli sé brent, eða fæðunni
kastað á mölina og klæðnaðinum
undir ketilinn, í óhófsveizlum.
Carlisle snaraði sér til miðald-
anna í leit eftir stórmennum, og alt
aftur í goðafraqði fornþjóðanna.
Svo langt seildist hann inn í blá-
móðu aldanna, til fróunar sál sinni,
sem enga fróun fann í skarkalalífi
samtíðar sinnar, þar sem hraðinn
var mestur á mönnum og málefn-
um. Ó, að þeir menn, sem fyrrum
lifðu, væru nú risnir á legg, mælti
hann, þá væri ástæða til að líta í
þá áttina. Mér fer því líkt sem hon-
um, þegar hégómatildrið hleypur í
ofvöxtinn. Þá flý eg út í fjarska
liðinna alda og nem staðar hjá Þor-
gný lögmanni á Tíundalandi, sem
Ólafi bauð birginn konungi að Upp-
sölum, þeim sem ltallaður var
skautkonungur. Hann kallaði til
ríkis í Noregi eftir Svoldarorustu,
og þóttist hafa unnið þriðjung hans
við fráfall ólafs konungs Tryggva-
sonar. Þessu tilkalli hélt hann
fram, þegar Ólafur Haraldsson kom
til sögunnar, sem kallaður var hinn
digri og síðar var haldinn sann-
heilagur. Ólafur sænski hótaði þá
að fara með her í Noreg og láta eld
og járn fara um landið. Gautland
varð þá í vanda statt. Það lá milli
landanna og var fótaskinn beggja,
þegar sverðin voru á lofti og úifa-
þytur í herbúðunum. Rögnvaldur
Gautajarl leitaði þá ráða tii Þor-
gnýs lögmanns, að hann reyndi að
lægja rostann í Ólafi sænska. En
rostinn var svo mikill, og Svía-
ltonungur þoldi ekki, að Ólafur
Noregskonungur væri nefndur í á-
heyrn sinni.
Nú stilti Þorgnýr lögmaður svo
til, að hann kom á konungsfund
þegar þing var að Uppsölum og
fjölmenni sem mest. Þar voru
lcomnir norrænir sendimenn, sem
fóru með friðarboð milli landanna
og báru þau fram í heyranda hljóði.
Þá rauk upp skautkonungurinn
sænski með ofstopa og spuröi, hver
væri svo fyrnadjarfur, að nefna
þann hinn digra mann — Noregs-
konunginn — í sinni áheyrn, bað
þann mann þegja sem skjótast, ella
skyldi hann sæta afarkostum. Þá
stóð upp Þorgnýr lögmaður og lit-
aðist um. En þegar bóndamúgur-
inn sá Þorgný standa upp, þusti að
allur þingheimurinn og vildu allir
heyra, hvað Þorgnýr segði. Það
var lengi fyrst, að ekki fékst hljóð
fyrir ys og háreysti, sem troðning-
ur veldur. En þegar þyturinn féll í
dúnalogn athyglinnar, hóf Þorgnýr
þá ræðu á hendur konungi sínum,
sem ekki á líka sinn í norrænum
bókmentum, sökum einurðar, mál-
kyngi, bersögli og sanninda. Hann
hóf ræðu sína á þann liátt, að
muna mætti hann tvenna tírnana,
þá sem þessi konungur gerði litla,
og liina, sem feður þeirra, hans og
konungsins, gerðu stóra og mikla.
Þál sagðist liann og faöir sinn og
afi hafa verið í herferðum með
gömlu konungunum, sem löndin
lögðu undir Svíþjóð með hreysti og
liarðfengi og gerðu þau skattskyld
Uppsalakonungi. Þeir voru þá lítil-