Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 77
INNI í BLÁMÓÐU ALDANNA
43
látir í máli og þoldu einurð. En
þessi konungur væri drambsamur,
svo að við hann mætti ekki mæjla
nauðsynjaerindi. Og hann lætur
skattlöndin ganga undan Svíveldi
sökum eljanleysis og þrekleysis,
þau sem forfeður hans unnu. Þor-
gnýr mælti á þá leið, að rembingur
konungs þessa væri ekki þolandi
lengur og skoraði á bændamúginn
að taka til vopna og ráða konung-
inn af dögum þar á þinginu. Bælnd-
urnir gerðu þá vopnagný og þustu
að. En þá bað konungurinn sér
griða með lítillæti og fékk lífsgrið-
in.
Þorgnýr vitnaði til forfeðranna,
hreysti þeirra, manndóms og at-
orku, vinninga þeirra og umbóta.
En nú ganga skattlöndin undan
ættleranum, sem þykist vera kom-
inn að langfeðgatali af sjálfum
goðunum. Andstæðurnar voru mikl-
ar og valdar þannig, að þær gnæfðu
liátt öðrumegin en lutu lágt hinu-
megin.
Nú ganga löndin undan konung-
unum, bæði lendurnar og svo
stöðvar málefnanna. Ráðgjafar
taka undir sig sum fylki konung-
dómsins, en sum hrifsar höfðatal-
an undir sig, svo að konungstignin
á ekki eftir nema liálfa fjöður á
fati tignar sinnar. En sumum er
steypt af stóli.
Og þá erum vér mörlandarnir að
varpa oss á fótstalla konungstil-
beiðslunnar og drotningardálætis-
ins.
En utan úr fjarskanum liljómar
ákæra Þorgnýs, rökstudd og þrumu-
rödduð — þessi áminning:
Nú ganga skattlöndin undan yð-
ur. Vér vitum hvað þau lönd heita:
Skattland þjóðernisins gengur til
þurðar og fer að forgörðum. Þar er
eljanleysi og þrekleysi um að
kenna okkar, sem þykjumst vera
menn til að plagga sendiherra út
um lönd — vegna utanríkismál-
anna!
Skattland tungunnar gengur
undan okkur ár frá ári, eftir því
sem höfðatalan eykst í sjóþorpun-
um og útlendar óvenjur og kvillar
færast inn í landið.
Skattland heimilisiðnaðar geng-
ur undan okkur jafnt og þétt, svo
sem fatnaður og fótabúnaður ber
ljósan vott um.
Þjóðrembingurinn, sem er reynd-
ar konungur lands vors lætur þessi
landrán viðgangast og horfir há-
tíðlegur í bragði á vesalings nafl-
ann á sjálfum sér.
Það er vorkunnarmál hverju
þjóðfélagi, þegar ofureflisþjóðir
hrifsa gögn og gæði qg liamingjuna
sjálfa undan sjálfri þjóðinni. Hitt
eru sjálfsskaparvíti, að láta mann-
dómsgreinarnar fúna og verða
ormsmognar. Gömlu mennirnir,
máttarstólparnir fornu, sem vörðu
þjóð sína falli, þeir eiga skilið, að
þeirra kostum sé haldið á lofti —
mannanna, sem stóðust gegn her-
valdi, hallserum og drepsóttum,
áþjánaráleitni og ofurvaldi harð-
stjórna.
Margir menn, sem nú eru á lofti,
telja þann mann afturhaldsdrött,
Sem lætur framgengna menn njóta
sannmælis. Lífið liggur framund-
an, segja þeir. Látum þá dauðu
eiga sig, þá og þeirra tíma. Lífið
liggur framundan. Tímarnir ganga
ekki aftur né heldur rísa þeir upp
frá dauðum. — Mér kemur í liug