Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 78
44
TLMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
erindi, sem lesa má í Skírni 1921,
eftir Kínverja sem hingað kom og
er kvæntur konu af Álftanesi.
Hann segir frá lotningu þeirri, sem
Kínverjar bera fyrir foreldri sínu.
Spökum mönnum Kínaveldis kem-
ur saman um það, að Confútse
spekingur hafi mótað þjóðina og
einstaklinginn frábærlega, með
kenningum sínum. En hann brýn-
ir fyrir lesendum sínum látlaust
lotningu fyrir foreldrum og for-
feðrurn sínum. Vindhanamenn
vestrænnar menningar hafa látið í
veðri vaka, að Kínverjar væíru
steingervingsþjóð, uppidöguð, sem
trúi á forfeðurna svo sem guði. En
Kínverjar eru ekki náttröll. Þar í
landi er vandamálum vestrænnar
menningar komið í liappasælt horf
fyrir langalöngu, bæði þeim mál-
um, sem jarðréttindi snerta og iðn-
aðarmál. Þessum málum hefir
verið ráöstafað svo vel fyrir löngu,
að sögusögn annara rithöfunda, að
litlar eða engar vandræðaróstur
áttu sér stað í því mannmergðar-
ríki, meðan þjóðin fékk að sitja í
friði fyrir ásælni Evrópumanna.
Vestræna ágangsmenningin þóttist
þurfa að knésetja þessa kyrlátu
þjóð henni til hagsældar. En sann-
leikurinn er sá, að Evrópa og Ame-
ríka hafa verið slettirekur Kína-
veldis, og þær hafa þangað borið
bölvunarbita og liöggormstungu-
eitur — undir yfirskini guðhræðsl-
unnar. Vestrænu menningunni
ferst ekki að stæra sig svo Axlar-
Bjarnarleg sem hún er í gestrisn-
inni. Kínverjar hafa verið ánægð-
ir öldum saman, og nægjusemi
þeirra hefir verið bygð á lotning-
unni, sem þeir bera fyrir feðrum
sínum og foreldri — mönnunum,
sem fjarlægðin fegrar og komnir
eru inn í blámóðu aldanna. —
Eg býst við, að mér verði bent á
vélamenninguna og þá kosti, sem
henni fylgja.
Hún hefir að vísu unnið þrek-
virki. Og svo virðist sem hún ætti
að minka lúann og koma í veg fyr-
ir þreytuna.. En hefir gæfugengi
Evrópu- og Ameríkumanna vaxið
undir handarjaðri Þjalar-Jóns vorra
tíma, þess er hefir sorfið sundur
fjöllin, og Bragða-Máusar vorra
daga, sem haft hefir efnið í hendi
sinni til sjónhverfinga og gert jafn-
vel endaskifti á þyngdarlögmálinu
— loftförin!
Mínar skoðanir á þessum efnum
þykja líklega heimalningslegar og
lítið mark takandi á þeim, einum
og út af fyrir sig. En nú vill svo
vel til, að eg get borið fyrir mig
skoðanir manns, sem víðan á sjón-
deildarhringinn og hefir þekking-
ar-ítök út um álfuna gervalla. Eg
á við ræðismanninn franska í
Reykjavík, André Courmont. Hann
er maður stórum gáfaður og læir-
dómsmaður að sama skapi, fjölvís
og skilningsskjótur. Við áttum tal
s.l. vetur um ófriðinn mikla og af-
leiðingar lians. Honum fórust orð
á þessa leið rneðal annars.
Vélfræði og efnafræði uxu á
styrjaldartímunum, frá miklum
viðgangi til enn meiri fullkomnun-
ar. Til dæmis er nú svo komið út-
búnaði á skipi, að einn rnaður get-
ur haft vald á því í sæti sínu, með
því að róta annari hendinni aðeins.
Hvert tangur, sem á skipinu er,
hlýðir honum, lifandi og dautt, á
augabragði. Hann snertir hnapp