Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 82
48
TlMARTT ÞJÓÐRÆKNISTÉLAGS ÍSLENDI.NGA
nýtt, myndu þsir lýsa einstakling-
um og þjóðum eins og vitar, sem
bjarmann leggur frá langar leiðir,
bæði um úthöfin og andnesa-
strendurnar. Þá eru þræddar leið-
irnar milli skers og báru, þegar vit-
ar eru réttilega notaðir. Til þess
þarf bæði vitsmuni og hófstillingu,
sem oddvitanum er gefin, þeim sem
liðsmennirnir eiga að veita braut-
argengi.
Við því er að búast að þorri
manna hugsi á þá leið, að meira sé
gaman en gagn að því, að úrvals-
mönnum sé haldið á lofti, þeim sem
géngnir eru fyrir ætternisstapann.
Múgur mannanna mundi eltki ná í
spor þeirra, né fylla fötin, sem þeir
báru.
Mikilmenska er margskonar og
getur sú einkum hlotnast sumum,
sem lítið hafa fyrir stafni, sem svo
er kallað. — Síðu-Hallur átti ekki
í stórræðum, og því er hann ódauð-
legur í sögunni, af því hann vildi
vinna það til allsherjarsætta á al-
þingi, að leggja son sinn ógildan.
Lofuðu allir lians góðgirni, segir
Njála.
Sökum hennar er sí-bjart um Síðu-
Hall, þó að viðburöum fenni í
mannheimum, sem vekja athygli.
— Ingjaldur í Hergilsey stendur í
samskonar ljósi, þegar Börkur
digri kom til hans og hrakyrti
Ingjald fyrir bjargráðin við Gísla
Súrsson, með þeim ábæti, að hann
væri réttdræpur fyrir bragðið.
Ingjaldur mælti þá: Eg hefi vond
klæði og hirði eg ekki þó að eg slíti
þeim eigi gerr! — Börkur bar þó
ekki vopn á hann. En Landnáma
segir, ef eg man rétt — einhver
sagan segir, að Börkur gerði af
honum eyjarnar fyrir bjargráðin.
Gísla saga getur þess ekki. En
Ingjald hillir þarna, þar sem hann
stendur á Vaðsteinsbergi og mun
lians nafn uppi verða svo lengi sem
fornkonunnar verður minst, sem
skálann lét bygggja yfir þvera
þjóðleiðina og hafði matborð búið
þeim, sem fóru þar um. Sú kona
er jafnborin stallsystir fátæku kon-
unnar í fagnaðarerindinu, sem litlu
gjöfina miklu lagði í guðskistuna.
Griðkonan á Hofi í Vopnafirði, sem
getið er um í Þorsteins þætti stang-
arhöggs — hún var ekki hátt sett
að mannvirðingum. Þó er blá-
móða aldanna umhverfis hana.
Þorsteinn var bóndason í Sunnu-
dal og eina stoðin föður síns, sem
lagstur var í kör. Honum og hús-
karli Víga-Bjarna á Hofi bar á milli
við hestaat og laust húskarlinn
Þorstein með stafnum, svo að
augabrúnin hljcp niður á Þórsteini.
Því var hann stangarhögg kallað-
ur. Þorsteinn batt urn sárið og
st;lti sig. En um veturinn eftir brá
faðir hans honum um ragmensku
fyrir það, að hann hefndi eigi
höggsins. Þá fór Þorsteinn að
hitta húskarlinn að Hofi og fann
hann við fjárhús. Þorsteinn bað
liann að segja sér, livort höggið á
hestaþinginu hefði verið viljaverk
eða óvilja. Húskarlinn svaraSfi: Ef
þú hefir hvoftana tvo, þá bregð þú
sinni tungunni í hvorn og kallaðu
cviljaverk í öðrum en voðaverk í
hinum, og eru hér nú bæturnar,
sem þú færð hjá mér. Þá brá Þor-
steinn sverði og hjó manninn bana-
högg. Þá gekk hann heim að Hofi
og hitti griðkonu úti, bað hana
að segja Bjarna, að betra væri að