Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 83
rNNI í BLÁMÓÐU ALiDANNA
49
gæta að, hvort naut hefðu eigi
stangað hann til bana. Griðkonan
mælti þá: Par á brott maður sem
skjctast, eg mun segja Bjarna í
tómi. Hún fór þó ekki á fund hús-
bóndans, heldur gekk til verbs.
Leið svo morguninn, til þess er
Bjarni bcndi var kominn undir
borð. Hann saknaði þá Þórðar
liúskarls síns og spurði eftir hon-
um. Þá tók griðkonan til orða, sú
er Þorsteinn hafði hitt: “Satt er
þat, sem oft er sagt um oss konur,
at þar er lítt til vits at taka, sem
vér erum konur. Hér kom Þor-
steinn stangarhögg í morgun ok
kvað naut hafa stangað Þórð svá
at liann mundi eigi sjálfbjarga
verða, en ek nenti eigi at vekja þik
ok hvarf mér úr hug síðan.’’
Hún er ekki fengin til að halda
námsskeið, griðkonan þessi, þó að
víða sé fáliúað eftir framfaravið-
leitninni, enda er hún all-fjarlæg.
Þær eru teknar sem nær Iigggja,
eða standa eða sitja. En þessa
konu vildi eg fá til mín f kaupa-
vinnu, og þó helzt til ársdvalar,
sökum vinnugefni sinnar, skaps-
rnuna og orðalags. Sagan greinir
ekki nafn hennar né ætterni. Eng-
inn veit hvað hún hét eða Iivernig
hún var í hátt. En drenglund
hennar, þagmælska og orðhepni
setja hana í öndvegi úrvalskvenna
sögualdarinnar. Þar gnæfir hún
eins og myndastytta — inní í bíá-
móðu aldanna.
Griðkonan á Hofi þagði um víg-
ið svo lengi sem henni var unt.
Hún strengdi þess heit í einrúmi,
að þegja um vígið svo lengi, að
Þorsteinn væH úr augnablikshætt-
unni kominn, heim til örvasa föður
síns, áður en Víga-Bjarni fengi ráð-
rúm fyrir reiði sína. Betur gat hún
ekki gert. Góðar heitstrengingar
eru þvílíkar manni sem akkeris-
festar eru skipi.
Þá kemur mér í hug Eiríkur víð-
förli, þegar heitstrengingar ber á
góma. Hans er getið í Fornaldar-
sögum Norðurlanda. — Norrænn
maður að kyni og virðist liafa ver-
ið fæddur með óstöðvandi útþrá.
Hann heyrði getið Ódáinsakurs,
sem liggja mundi langt úti í fjarska
suðrænnar og austlægrar áttar.
Hann vildi komast þangað, kanna
þá kynlegu stigu og strengdi þess
Iieit, að ná þessu takmarki ella
dauður falla að öðrum kosti. Nú
fer hann að heiman og kemur suð-
ur til Danmerkur. Þar slæst í för
með honuin danskur maður, Eirík-
ur að nafni. Þeir leggja saman lag
sitt og fara út í lönd, sem svo var
kallað — alt út í Miklagarð, fundu
stólkonunginn og gengu þar á
mála með Vælringjum. Sú sveit
var skipuð norrænum mönnum og
var hún brjóstvörn stólkonungsins
f orustum. Þarna dvelja nafnarnir
þrjú ár. Þá gerðist Eiríkur norski
fálátur og hljóður. Það sá konung-
urinn og spurði hann Eirík eftir or-
sök ógleðinnar. Eiríkur sagði hon-
um frá þrá sinni og heitstrengingu
og bað hann ásjár í þessu vanda-
máli. Stólkonungurinn svaraði á
þi leið, að bezt væri að hverfa frá
þessu ráði, eða óráði; það værí
hvorttveggja, að Ódáinsakur væri
svo langt í burtu, að þangað væri
þriggja ára ferð, og í öðru lagi væ'ii
þangað gersamlega ófært fyrir
þeim farartálmum, sem væru á
leiðinni, fjöldi skæðra villidýra,
4