Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 84
50 TÍMAIRIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLAGS ÍSLENDINGA miklar eyðimerkur, :og að lokum ófær elfur, þar sem Ódáinsakur tæki við. Reyndar væri hún brú- uð, en dreki ógurlegur lægi á brúnni með gapanda gini og gegn- um það hlyti að fara, ef komast skyldi inn á, ódáinsakur — gegnum ginið drekans.. Miklagarðskonungurinn fullyrti, að sá maður, sem hætti sér í ginið, færi í opinn dauða. Hann bað Ei- rík að hverfa frá þessu óráði. En Norðmaðurinn vildi halda heit- strengingu sína, ef þess væri kost- ur. Nú þegar ekki tjáði að letja hann, fékk Garðskonungurinn hon- um leiðtoga og vegabréf, og bað hamingju sína að fylgja honum. Nafnarnir lögðu nú af stað, og héldu austur í lönd, fóru um eyði- merkur og allskonar torfærur. Gekk svo um þrjú ár og angraði þá bæði hiti og þorsti, eyðimerkur, myrkviðir og óargadýr. Loksins komu þeir að elfi mikilli og hittu fyrir sér brú á henni. Þeir sjá dreka ógurlegan liggja á brúnni og gapti hann geigvænlega móti fé- lögunum. Við þá sjón skelfdist Ei- ríkur danski og hvarf hann þá aft- ur. Eiríkur norski gekk út á brúna og í drekaginið. Brá þá við svo kyn- lega, að drekahvofturinn varð að þoku og óð Eiríkur gegnum mökk- inn óskaddaður. — Nú kemur hann inn á fyrirheitnalandið, inn á Ódá- insakur, Vitazgjafa vonanna. Þar uxu vínber sjálfkrafa, ilmandi og óskagóð. Skógurinn umdi við af fulglasöng og nióti manninum barst ilmur úr grasi. Eiríkur var nú frá sér numinn og varð honum víða reikað um vínviðinn. En þeg- ar hann fór þaðan, gekk hann ótta- laus gegnum ginið drekans og hjaðnaði vábeyða sú eins og fyrri daginn. Eiríkur fór nú heimleiðis og náði til Miklagarðs, eftir sex ár; þar dvaldi hann enn um hríð, og sneri síðan til Norðurlanda og kunni frá tíðindum að segja. Torfæruleiðina alla — Eiríkur norski gat komist hana fram og aftur, af því hann strengdi þess heit að finna kynjalandið, liversu ervið sem leiðin kynni að verða. Enginn norrænn maður hefir kom- ist í lifanda lífi svo langt út í blá- móðu aldanna, handan við eyði- merkur, myrkviði, tálgrafir stiga- manna og villidýra. Þó var síðasti háskinn mestur, drekinn á elfar- brúnni, sem skilur mannheim og veröldina þá, sem mannsandann dreymir um. Vopn Væringja bitu eigi á drekann, þann ófögnuð. Ein- beitnin ein þorði að etja kappi við hann, sú sem var runnin undan rifjum þeirrar menningar, sem þorði að horfast í augu við dauð- ann og sérhvern háska. Margskonar fréttir berast, okkur úr ókunna landinu um förina þang- að og staðhættina þar. Öndungar segja sínar sögur úr sumarlandinu. Og Helgi Pétursson kemur með sín tíðindi frá annari stjörnu, eða fer með lesendur sína þangað. Hver um sig lofar sína hýru. En frásögn Eiríks víðförla er skáldlegust allra sagna frá undralandinu og mestur andlegur aðalsbragur á henni. Þar er sýnd útþrá mannsins og flugþol hennar. Og þar er gerð afbrigðileg grein fyrir þorsta mannsins eftir vatninu, sem ekki fæst úr vatns- bólum veraldar vorrar. Hungur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.