Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 84
50
TÍMAIRIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLAGS ÍSLENDINGA
miklar eyðimerkur, :og að lokum
ófær elfur, þar sem Ódáinsakur
tæki við. Reyndar væri hún brú-
uð, en dreki ógurlegur lægi á
brúnni með gapanda gini og gegn-
um það hlyti að fara, ef komast
skyldi inn á, ódáinsakur — gegnum
ginið drekans..
Miklagarðskonungurinn fullyrti,
að sá maður, sem hætti sér í ginið,
færi í opinn dauða. Hann bað Ei-
rík að hverfa frá þessu óráði. En
Norðmaðurinn vildi halda heit-
strengingu sína, ef þess væri kost-
ur. Nú þegar ekki tjáði að letja
hann, fékk Garðskonungurinn hon-
um leiðtoga og vegabréf, og bað
hamingju sína að fylgja honum.
Nafnarnir lögðu nú af stað, og
héldu austur í lönd, fóru um eyði-
merkur og allskonar torfærur.
Gekk svo um þrjú ár og angraði þá
bæði hiti og þorsti, eyðimerkur,
myrkviðir og óargadýr. Loksins
komu þeir að elfi mikilli og hittu
fyrir sér brú á henni. Þeir sjá
dreka ógurlegan liggja á brúnni og
gapti hann geigvænlega móti fé-
lögunum. Við þá sjón skelfdist Ei-
ríkur danski og hvarf hann þá aft-
ur. Eiríkur norski gekk út á brúna
og í drekaginið. Brá þá við svo kyn-
lega, að drekahvofturinn varð að
þoku og óð Eiríkur gegnum mökk-
inn óskaddaður. — Nú kemur hann
inn á fyrirheitnalandið, inn á Ódá-
insakur, Vitazgjafa vonanna. Þar
uxu vínber sjálfkrafa, ilmandi og
óskagóð. Skógurinn umdi við af
fulglasöng og nióti manninum
barst ilmur úr grasi. Eiríkur var
nú frá sér numinn og varð honum
víða reikað um vínviðinn. En þeg-
ar hann fór þaðan, gekk hann ótta-
laus gegnum ginið drekans og
hjaðnaði vábeyða sú eins og fyrri
daginn.
Eiríkur fór nú heimleiðis og náði
til Miklagarðs, eftir sex ár; þar
dvaldi hann enn um hríð, og sneri
síðan til Norðurlanda og kunni frá
tíðindum að segja.
Torfæruleiðina alla — Eiríkur
norski gat komist hana fram og
aftur, af því hann strengdi þess
heit að finna kynjalandið, liversu
ervið sem leiðin kynni að verða.
Enginn norrænn maður hefir kom-
ist í lifanda lífi svo langt út í blá-
móðu aldanna, handan við eyði-
merkur, myrkviði, tálgrafir stiga-
manna og villidýra. Þó var síðasti
háskinn mestur, drekinn á elfar-
brúnni, sem skilur mannheim og
veröldina þá, sem mannsandann
dreymir um. Vopn Væringja bitu
eigi á drekann, þann ófögnuð. Ein-
beitnin ein þorði að etja kappi við
hann, sú sem var runnin undan
rifjum þeirrar menningar, sem
þorði að horfast í augu við dauð-
ann og sérhvern háska.
Margskonar fréttir berast, okkur
úr ókunna landinu um förina þang-
að og staðhættina þar. Öndungar
segja sínar sögur úr sumarlandinu.
Og Helgi Pétursson kemur með sín
tíðindi frá annari stjörnu, eða fer
með lesendur sína þangað. Hver
um sig lofar sína hýru. En frásögn
Eiríks víðförla er skáldlegust allra
sagna frá undralandinu og mestur
andlegur aðalsbragur á henni. Þar
er sýnd útþrá mannsins og flugþol
hennar. Og þar er gerð afbrigðileg
grein fyrir þorsta mannsins eftir
vatninu, sem ekki fæst úr vatns-
bólum veraldar vorrar. Hungur