Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 86
II jþj©<5r^IKLiiigIhiíi2g|l©3Í<§)JÍir&g|%iim vost&im íhiafs
Eftir Steingrím Matthíasson lækni.
I.
Frá því eg lenti í New York þ.
12. október í haust og meðan eg
ferðaðist um bygðir landa minna,
byrjaði í Minneota og endaði nú
vestur við haf í Seattle, get eg full-
yrt, að eg hafi stöðugt verið í
þjóðrækilegum hugleiðingum. —
Reyndar var eg það löngu áður,
eða a. m. k. frá því eg í fyrra ritaði
greinarkornið í Þjóðræknis-tíma-
ritið, um Viðhald þjóðernis Vestur-
íslendinga. Og enn er eg í þessum
hngleiðingum og v.erð sjálfasgt
lengi framvegis. Spurningin ætíð
þessi sama í huganum: Getur ekki
íslenzkt þjóðerni lifað áfram í
Vesturheimi? Þarf það endilega að
drukna í enska þjóðhafinu? Þurfa
íslendingar endilega að apa það
eftir öðrum þjóðum, að týna tungu
sinni og minningu feðra sinna, þó
þeir hafi flutt búferlum af gamla
landinu? Geta þeir ekki orðið á-
líka ódrepandi og Gyðingar, sem
altaf halda trygð við tungu og
þjóðerni, hvað sem á dynur? Skyldi
þurfa einhverja sérstaka Jahve-
trú, aðra en trú á guð síns lands
eða sína sérstöku þjóðarköllum?
II.
Á leiðinni vestur um hafið raul-
aði eg fyrir munni mér hinn þung-
lyndislega en snjallkveðna brag E.
Ben., sem liann kallar: Sæþoka.
Skáldið stendur á þiljum uppi í
næturkyljunni, á miðju Atlantshafi.
Þokuvofan læðist kringum skipið.
Það dimmir óðum. Auðn og tóm-
leiki úthafsins gegntaka hann og
óhugur fer um hann um leið og
hann segir:
“Vínland mikla er fjarlægt fyrir
stafni,
fundur Leifs með týndu landnáms-
nafni,
dagbjört veröld dauðra, týndra
alda.
Já, víst var það hrapallegt, að við
vorum of fáliðaðir íslendingarnir,
til að geta haldið á fundi Leifs og
numið landið ásamt frændum vor-
um Norðmönnum. Og verða síðan
öndvegisþjóðin vestan hafs. Fá-
menni var um að kenna. Sama fá-
mennið var sök á því, að við síðar
mistum Grænland.
En viti menn. íslendingar fundu
aftur Vínland1) mikla. Á síðustu
50 árum hafa þeir numið það enn
á ný. Hættum öllum skælum.
Milli 30 og 40 þúsund íslendingar
1) Sumum mundi þykja vitSkunnan-
legra at5 kalla nú Ameríku Bannland hit5
mikla. Eg skal játa, aí mér finst ofmælt
at5 kalla hana Vínland hi?5 mikla; því at5
vísu er nóg af vínum í Canada^ og þó mest
viský, sem ýms'ir lögbrjótar aut5gast á atS
lauma inn í at5albannlandit5, Bandaríkin.
(ef nóg fé er í bot5i), en mest er þó drukk-
it5 brenslu-spritt et5a moonsliino og slíkt
eitur getur ekki kallast vín.