Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 89
1 ÞJÓÐRÆKNJSHUGL-EIÐINGUM YESTAN HAES
55
ur fyrir Vestur-íslendinga að halda
áfram að vera Islendingar. En það
er öðru nær.
Það var nokkurnveginn auðgert
fyrir þá Vestur-íslendinga, sem
komu að heiman stálpaðir. Og
nokkurnveginn hægt er það einnig
fyrir þá, sem fæddust vestra og ól-
ust upp í afskektum íslendinga-
bygðum, einangraðir frá enskum
áhrifum. En nú víkur málinu öðru-
vísi við. Nú eru þeir umsetnir á all-
ar hliðar, miklu dreifðari en áður,
og stöðugt fækkar þeim, sem
þekkja garnla landið í sjón og
reynd.
Síðustu þrjá-fjóra áratugi hefir
íslenzkt þjóðlíf staðið með slíkum
blóma vestan hafs, að sú trú hefir
fest rætur, að svo mundi enn mega
haldast um aldur og æfi. Áhugi
fyrir öllu íslenzku hefir verið svo
mikill og bókmentalífið svo fjörugt,
að fáa hefir grunað, að nein hætta
væri á ferðum.
En nú eru flestir farnir að sjá og
viðurkenna hættuna. Hnignunar-
einkennin eru að verða svo greini-
leg. Þess vegna hefir verið liafist
handa að reyna að stemma stigu
fyrir hnignuninni. Á ferð rninni
um Vestur-íslendingabygðir tók eg
oft eftir, hve mörgum er sárt að
hugsa til að þjóðernið deyi út.
Sumir grípa livern vonarneista
fegins hendi. Eg var framan af
miklu bjartsýnni en nú og talaði
borginmannlega. Mér fanst það
gleðja suma álíka mikið og það
gleður sorgbitna móður, að heyra
læknirinn gefa dálitla von um að
barnið bennar kunni að lifa, þrátt
fyrir þó í óefni sýnist kcrnið.
Eftir því sem eg kom víðar með-
al landanna og kyntist betur mála-
vöxtum, skildist mér, hversu örð-
ugleikarnir eru miklir á viðhaldi ís-
lenzkunnar.
VI.
Eg hafði gert mér í hugarlund
um lífskraft íslenzka þjóðernisins
hér vestra, að þó að sjálfsögðu
væri víða pottur brotinn og margir
orðnir annaðhvort algerlega ensk-
ir eða á góðri leið að verða það, þá
væri samt öllu óhætt; meginhluti
allra íslenzkra fjölskyldna væri enn
með fullu íslenzku fjöri, þó að mál-
ið væri máske orðið nokkuð ensku-
skotið hjá sumum. Og þegar eg fór
í gegnum fyrstu bygðirnar, er eg
kom að — Minneota, Dakota og
Argyle — þá lifði eg enn í þessari
björtu trú, og var glaður og léttur
í lund.
En eftir að eg kom til Winnipeg,
og kyntist þar ýmsum sóttar- og
dauðamörkum á þjóðerni liinna
yngri landa, þá fór eg fyrir alvöru
að verða blendinn í trúnni. Og eg
hefi ekki náð mér síðan; því þó
víða í bygðunum, þeim sem eg síð-
an fór yfir, séu margir góðir ungir
íslendingar, þá vega þeir lítið móti
þeim rnörgu, sem eru að týna
tungunni.
Og ekki hefir trú mín orðið
bjartari síðan eg kom hér til
Seattle; því þó illar væru horfurn-
ar í Winnipeg, þá eru þær enn lak-
ari þar, enda engin furða um jafn-
fámennan og strjálan flokk innan
um slíkt fjölbýli, og lang-lengst
burtu frá ættjörðinni.
En í Winnipeg má þjóðernið sízt
t^past. Þar hefir verið og verður
enn manningarmiðstöð Vestur-ís-