Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 93
í ÞJÓÐRÆKMSHUGIÆIÐINGUM VBSTAN HAFS
59
fræðum, í stað þess að lifa þarna
í heldur daufu aðgerðaleysi sem lif-
andi forngripir.
X.
Gott er að heimsækja landann
vestan hafs. Gestrisni þeirra er
óviðjafnanleg.
Að þúast við alla, eins og tíðkast
meðal Vestur-íslendinga, átti sér-
lega vel við mitt skap, því það flyt-
ur mann óðara nær þeim, sem tal-
að er við, eins og mættust tveir
gamlir kunningjar. Og sérstaklega
hafði eg gaman af, að mega for-
málalaust þúa alt kvenfólkið, hvort
sem var eldra eða yngra. Eg fann
hvað eftir annað til gleði jafnt og
metnaðar, er eg kyntisij hverjum
hópnum stærri og fríðari af lönd-
um. Og svo myndarlegur þótti
mér hópur hinna helztu landa í
Winnipeg, að eg mintist þess, sem
sendimaður Kartagómanna sagði
um öldungaráðið í Rómaborg
nema að það á ekki lengur við að
nefna konunga sem neina sérlega
höfðingja) —; en þar voru saman
komnir höfðingjar og gentlemen í
orðsins beztu merkinu. Bæði með-
al þeirra og annara út um sveitirn-
ar, dáðist eg að, hve margir töluðu
ágæta íslenzku og töluðu vel og
hugsuðu skipulega.
En eitt var að angri. Það var
þegar eg kom á heimili, þar sem eg
heyrði íslenzkunni úthýst og Ensk-
an var látin vaða uppi. Þá var ekki
einasta “ekki skemt”, heldur fann
eg til stings í mínu þjóðrækna
hjarta og einhverrar óþægilegrar
ógleði-kendar, sem líklega er svip-
uð því, sem hundur finnur til, þeg-
ar leikið er á harmoníku eða hljóm-
skratta rétt við eyrað á honum.
Eg á hér ekki við, þó eg heyrði
ýmsa sletta enskum orðum og jafn-
vel setningum við og við í daglegu
máli. Slíkt kippi eg mér ekki upp
við, því eg er svo vanur heima á ís-
landi, að heyra suma sletta dönsk-
unni álíka mikið. Og sjálfur man
eg frá mínum Hafnarárum, að mál-
ið var oft slæmt hjá okkur stúdent-
unum og meira Dönskuskotið en
málið hér er Enskublandað. En
það sem einkum særði mig var,
þegar sumir ungu, fríðu landarnir
annaðhvort ekki gátu eða vildu
ekki tala íslenzku eða voru fyr en
varði komnir út af laginu yfir í
Enskuna á harðaspretti. Eða þeg-
ar þeir í stað þess að syngja ís-
lenzka ættjarðrasöngva fóru að
syngja enska.
Enskan er góð fyrir sig, og eg
skil vel að Englendingar geti með
sannfæringarinnar krafti líka kall-
að sitt móður mál — “ástkæra yl-
hýra málið, og allri rödd fegra”.
En eg get ekki að því gert, að mér
finst Enskan við hliðina á íslenzk-
unni líkt og hreinasta pé-mál (sem
við töluðum að gamni sem krakk-
ar). Og mér sárnaði hvað eftir
annað, að sjá mörg efnileg börn af
vel-íslenzkum foreldrum, vera al-
geralega orðin að ensk-amerískum
krökkum.
Eg veit hins vegar, að foreldrarn-
ir finna ekki svo mjög til þess arna,
því breytingin verður svo hæ'gfara.
Þetta minnir mig á sögu, sem
danskur kunningi minn sagði mér,
þegar hann eignaðist barn með
svartri konu suður í Afríku. Krakk-
inn fæddist hvítur, og hann gladd-
ist mjög yfir svo efnilegum frum-