Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 97
í ÞJÓÐRÆKNLSiHUGIÆIÐINGUM VESTAN HAFS
63
landinu. Ef landiö gefui’ börnum
sínum þá “struggle for extistence”,
sem þau vaxa af og fara batnandi
fyrir, þá þarf engan að öfunda, og
geta allir tekið undir með Eggerti
Ólafssyni, sem söng:
“ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefir mig,” o. s. frv.
I
XV.
Það vill svo vel til, að töluverð
reynsla er fengin, og hún góð, um
skifti á unglingum milli landa. Á
undan styrjöldinni var allmikið
farið að tíðkast skifti á skólanem-
endum milli Englands, Þýzkalands
og Frakklands. Árangurinn var
góður og heimanflutningurinn
mjög vinsæll meðal unga fólksins.
Og vitrir menn sáu það fyrir, að
þarna var leiðin greið til að tryggja
betur og betur vináttu milli þjóða.
Að sjálfsögðu takast upp aftur
þessi unglingaskifti í stærri og
stærri stíl, þegar betur rofar til
friðar.
Á íslandi höfum við tekið upp
stúdentaskifti við Þjóðverja, þann-
ig, að nokkrir þýzkir stúdentar
dvelja ókeypis í Reykjavík við há-
skólann þar, í stað álíka margra ís-
lenzkra, sem fá sömu hlunnindi við
þýzka háskóla. Það fá færri en
vilja þessi gæði, en vonandi rætast
óskirnar um að fleirum gefist
smá/msaman kostur á að njóta
þeirra.
En um flutning á börnum til
fjarlægra landa, og það líka korn-
ungum börnum, fékst víðtæk
reynsla meðan á styrjöldinni stóð
og fram til skams tíma.
Þýzk börn og austurrísk í þús-
undatali voru send til Norðurlanda
til að bjarga þeim frá hungur-
dauða. Þau komu aftur heim til
sín södd og sælleg að líkamlegu út-
Kti, en þar að auki andlega þrosk-
aðri en búast mátti við að öðru
jöfnu. Og þau höfðu fest svoddan
yndi í húsum sinna fósturforeldra,
að flest þeirra fóru nauðug úr þeim
garði og hétu því alment að koma
aftur norður seinna. Fósturfor-
eldrarnir fóru með þau öldungis
eins og sín eigin börn og stundum
ef til vill betur. Ef að líkum ræður,
lieimsækja mörg þessara barna
Norðurlönd síðar, þegar þau eru
vaxin upp. Kærleiksverkið, sem
unnið var, verður áreiðanlega end-
urgreitt með fullum vöxtum. Börn-
in gleyma ekki, hve vel var við þau
gert (sízt þau efnilegri). Þau
eignuðust annað föðurland í viðbót
við sitt upprunalega. “Röm er sú
taug, sem rekka dregur föðurtúna
til.”
XVI.
En gerum ráð fyrir því versta, að
tungan týnist þrátt fyrir allar til-
raunir til að vernda hana. Geta ís-
lendingar ekki þrátt fyrir það, arf-
leitt hver af öðrum koll af kolli
minninguna um ætternið og rækt-
arþel til landsins “helga” (því heil-
agt er það land þar sem vagga feðr-
anna stóð og þar sem vér urðum ís-
lendingar. Landið var verkfæri guðs
til að skapa þjóðina, sem í því bjó;
landið er partur af guði).
Það er sjálfsögð ræktarskylda,
að geyma a. m. k. einhverjar minj-