Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 100
Hálfur-Máni.
Rímu-brot út af Indíánasögu. — TileinkatS
vini minum J. Magnúsi Biarnasyni er færtSi
söguna í letur.
J. A. S
Yfir fylgsnum frumskóganna,
Pjarri bygð hins hvíta manns,
Réði kóngur Rauðskinnanna,
Réttlát þótti lýðstjórn hans. —
Þar sem öldur hafsins hnigu,
Himin minnast fjöllin við, —
Rakti hann myrka refilstigu
Rauðskinna að fornum sið.
Hálfur-Máni lieitinn var hann, *
Húmdökk hvíldu tjöld um brá;
Mjög af rauðum rekkum bar hann,
Riddari að heyra og sjá. ,
Eins og Birkibeinar skeyti
Beini, flaug hans mistilteinn,
Því hann var, að vissu leyti,
Vesturálfu Skugga-Sveinn.
Prelsið býr á fjöllum, heiðum,
Fjör er nóg í elfarkoss?
Dafnar þrek á dýraveiðum,
Djörfung siklar hamrafoss. —
Útigöngur lífsins leiða
Lífið inn á' hærri svið. —
Upp til fjalla, fram til heiða,
Feginn vildi eg liafast við.
Enn í höllum hvítra tiggja
Hirðmenn flýja í eldhúskrók,
Kvellisjúkir kvenpall byggja,
Kveifarlegir rýna í bók. —
Niðjar Ása á rúmum réru
Rúnir við og haugaeld. —