Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 101
ÞRJÚ IvVÆÐL
R7
Karlmenskunnar óðul eru
Oft við frægðar-gjaldþrot seld.
Fann, um myrkar fjallalendur
Frumskóganna, eitthvert sinn,
Hvíta, vilta vegfarendur,
Villimanna foringinn.
Hálfur-Máni og Múspellssynir
Mönnum hvítum fagna þar,
Eins og findist fornir vinir
Foringinn í öllu var.
Fús var lijálparhönd við gesti:
Hvílan, tjaldið, vistaföng;
Vegaleiðsögn, veganesti,
Vinafylgd um skógargöng. —
— Oft felst dygð und dökkum hárum,
Dáðrík þjóð við hrjóstrin býr,
“Einfalt líf” — með svan’ í sárum,
Sveit og bygð til heiða flýr.
Forgylt líf í fölskum myndum:
Flærðar-senna, kölkuð gröf,
Sýkt af ótal erfðasyndum
Ertu, “menning” — tímans gjöf. —
Austmenn fyr, þá Indíánar,
Einatt sýndu meiri dygð
Held’r en þeir sem ríki Ránar
Ráða nú, og hvítra bygð.
Hugur brezku höfðingjanna
Hvarflar þrátt til skógarmanns.
Milli þeirra aura-anna
Oft er minst á velgerð hans.
Ríkisvaldi reginfjalla
Réðu þeir að hjóða heim:
Sýna tildur töfrahalla,
Tignarskrúða og borgarseim.
Hálfur-Máni hét að fara
Hvítra manna sýning á. —
Auðmenn vildu ekkert spara
Indíána þökk að tjá. —
Borgin öll í ljósum logar,