Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Page 102
68
TÍMARIT ÞJÓÐ RÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Lýsigull í liaugum brann.
Ölværð rann sem Elivogar
Eða Gjöll, um Heljar rann. ’ A
Allir virtust sitja að seiðum,
Sýndist alt með töfrabrag:
Galdramenn á rennireiðum
Riðu þarna nótt og dag.
Dygð og hreysti í dularklæðum, —
Döprum fölva á lífið sló; —
Líkt sem kulni kol á glæðum
Karlmenskunnar eldur dó.
Hjörtun virtust hungurmorða,
Hóflaus nautn þótt tíökist mjög.
Snauðir áttu engan forða, —
Orð sem gerðir varða lög.
Allir stjórna, — enginn hlýðir,
— Eirðarlaust er stétta kíf. —
Einn vill það sem annar níðir, — —
Ömurlegt er borgarlíf! A
“Hvað er áfátt, Hálfur Máni?
Hví er dapur svipur þinn?
Hvar er meira af lífsins láni?
Lýtur oss ei heimurinn? —
Sólu hærri liús vor gnæfa,
Hreggi og kulda bægja frá,
Auðsins nautnir sorgir svæfa,
Svefnþorn voldug Mammon á.”
-— “Vita máttu, föli frændi,
Fjárlilut þinn ei girnast skal. —
Heim — til fjalla og heiða mændi
Hugur minn, úr veizlusal.
Út með fjörðum, upp ’ á fjöllum,
Ám og lækjum fögrum hjá, —
Vil eg dögum eyða öllum —
Æskustöðvum horfinn frá.” — *
“Þar sem fjöll við firði blána
Fæddur er — og deyja vil.
Æskuvini — Indíána,
Og áa tungu — bezt eg skil. —
A