Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 105
Síleimisi fyff’iiir lbiraiB.0.
Saga.
Efti.r Arnrúnu frá Felli.
í tíu ár, á hverjum degi — að
sunnudögum meðtöldum — hafði
frú María kona Geirs forstjóra,
meðeiganda og yfirbakara “Brauð-
gerðarhús L. P. Hansen”, gengið
upp í miðjan stiga og kallað:
“Sveina! Sveina, þú mátt ekki
sofna aftur.” Og Sveina hafði svar-
að jafn oft: “Eg kem eftir tíu mín-
útur”, jafnvel þó hún væri ekki
byrjuð að klæða sig. Þegar liún
slepti orðinu sló klukkan hálf-níu,
mamma hennar lét það ekki bregð-
ast að ætla henni hálftíma til að
klæða sig, og fá svolítinn auka
kaffisopa áður en hún færi út í
brauðbúðina til að afgreiða.
Stína vinnukona færði henni
kaffi klukkan átta, en það var svo
gott að leggjast út af aftur, og lúra
svolítið lengur, leggja aftur augun
og hugsa um Gunnar; sjá Gunnar
leiða hana út með fjallinu, sjá hann
dansa við hana í Templarahúsinu
— kyssa hana. Gunnar!
Það var engin ástæða til að flýta
sér. Pabbi hennar afgreiddi fyrsta
klukkutímann sem búðin var opin,
sjaldan neitt að gera fyr en eftir
tíu, minsta kosti um þetta leyti.
Það var svo indælt að hugsa um
Gunnar í ró og næði.
Hún gat vsrla trúað því að það
væri nærri ár síðan að þetta gerð-
ist, sem hún var mest að hugsa um
— nærri því ár síðan Gunnar kysti
hana — síðan hún sat í fangi hans
úti í skonsunni inn af brauöbúö-
inni, — skonsunni sem pabbi henn-
ar kallaði afdrep, en mamma henn-
ar “kontór”. Nærri ár síðan að
liann bauð henni á jóladansleikinn,
og nú var sagt að hann væri búinn
að bjóða Dúllu í apótekinu.
Það var rétt eftir jólin — eitt-
hvað þrem vikum fyrir afmælið
hennar — afmælið hennar var 19.
janúar, og hún ætlaði aldrei fram-
ar að halda upp á það — að Gunn-
ar talaði um að þau giftu sig í maí.
“Þá ættum við að opinbera á af-
mælinu mínu,” hafði hún stungið
upp á; en hann var á anhari skoð-
un. Hann hafði heitið því, þegar
slitnaði upp úr trúlofun systur hans
eftir tveggja ára “opinberun”, að
liann skyldi ekki henda það sama.
Svo jókst orð af orði, þangað til að
Gunnar tók hatt sitt og fór út
steinþegjandi, og án þess að kveðja
hana, og nú sagðist einhver hafa
séð liann út á Króksodda með
Dúllu á Apótekinu!
Dúlla var fermingarsystir henn-
ar, en hún liafði fluzt með foreldr-
um sínum til Brimtanga, árið eftir,
og komið aftur þegar faðir hennar
fékk bókhaldarastöðuna hjá kon-
súlnum. Og nú þvoði hún glös í
lyfjabúðinni, og afgreiddi laxerolíu
og stráduft. — Dúlla sem sagði að
Barrabas hefði verið konungur