Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 107
iSTEINA l'YRIR BRAUÐ
73
þér á póstliúsið, þó þú eigir að vera
þar hálf-níu.”
“Farið þið nú ekki að jagast,”
sagði móðir þeirra stillilega. “Viltu
ekki kaffisopa, Sveina?”
“Nei, takk! Eg hefi tannpínu.”
Nú flýtti hún sér í brauðbúðina,
sem var rétt hinumegin við göt-
una. Hún varð að stilla sig að
gráta ekki. Undarlegt hvað hún
Tar viðkvæm núna upp á síðkastið.
“Það liefir ekkert verið að gera í
morgun,” sagði faðir hennar, “selt
fyrir eina krónu nítíu og fimm
aura, og klárað “Martin Eden” -—■
ágæt saga.” Hann teigði sig og
geispaði. “Reyndu að ýta að þeim
Napoleons kökunum, svo þær verði
-ekki ónýtar.” — “Heldurðu að
mamma hafi heitt á könnunni?”
sagði hann um leið og liann fór út,
en beið ekki eftir svari.
Hún braut sjalið sitt saman, og
lagði það yfir stólbakið inni í
skonsunni. Hún var ekki stór,
skonsan, en hún var fallegasta her-
bergið sem hún þekti, eða að
minsta kosti herbergiö, sem lienni
þótti vænst um. Þau voru fá og
lieldur léleg húsgögnin, en ekkert
af þeirra tagi gat jafnast á við þau
— fyrir liana. — Gamla skrifborð-
ið, rispað með brunablettum. Inn-
rammað kort af Sandfirði hékk yf-
ir því. Stóllinn, er snerist á ás, þar
■sem Gunnar hafði svo oft setið.
Legubekkurinn úr faktors búinu —
fullur af hnúskum. Hún strauk
kendinni um höfðalagið, þar sem
Lún hafði svo oft fundið hönd
Gunnars. Nei, það gat ekki verið
satt, sem hún heyrði í gær, að
Gunnar væri trúlofaður Dúllu.
Dúlla — Bjallan hringdi, einliver
kom inn í búðina.
“Hálft rúgbrauð, heilt sigtibrauð,
tvö vínarbrauð, sex eins eyris kök-
ur. Heilt rúgbrauð, hálft sigti-
brauð, tíu eins eyris kökur — Þetta
kallaði fólk líf! Hún gekk inn í
skonsuna, settist á legubekkinn, og
iagði aftur augun. Það var alveg
óhugsanlegt! — Hafði Gunnar ekki
verið jafn altekinn af lienni og hún
af lionum, hún liaföi verið svo viss
um það. — En hvað hár hans var
þykt, en þó mjúkt! — Brúnt með
gullinni slikju. Varir hans — ó, svo
indælt að kyssa hann — ekkert
indælla. Ef hann nú væri að
liugsa um að giftast Dúllu — gift-
ast!
Hún hafði enga trú á krafti bæn-
arinnar — ekki liaft það lengi —
ef til vill aldrei liaft það. — Alt í
einu lagðist hún á knén fyrir fram-
an legubekkinn, lokaði augunum
og bað: “Guð minn góður, ef það
er satt, að þú sért algóður og al-
máttugur; að þú sért kærleikurinn
og lífið — snúðu hug og hjarta
Gunnars aftur til nún — láttu hann
elska mig eins og áður. — Mér er
sama um alt annað — skal aldrei
biðja neins annars. Góði guð!
viltu bænheyra mig? Amen.”
Hún stóð á fæstur, leið betur.
Þegar hún kom franr í búðina, gaf
hún Birtu í Sölvakoti fjögur vínar-
brauð og þrjár Napoleons kökur,
svo Birta kallaði hana “elsku”, og
bað henni allrar blessunar. Sá orð-
rómur lá á, að gott væri að gera vel
til Birtu, hún vissi að sögn jafn-
langt nefi sínu.
Þetta hlaut að vera aðeins ágizk-