Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 113
Hs1&em21S
Eftir Guíiinund FriSjónsson frá Sandi.
Þú, sem ekki hefir komið í varp-
land, og munt þangað aldrei koma
— viltu bregða þér á handarkrika
minn og litast þannig um í eggver-
unum? Sjón er að vísu sögu rík-
ari. En frásögn er betra en ekki
neitt og bergmál skárra en dauða-
þögn.
Eg hefi komið í fjögur æðavörp,
og í þsim gstur að líta sýnishorn
þeirrar dýrðar, sem er samgróin
þess háttar stöðvum. Eg ætla þá
að nefna:
1. VarpiS á Laxamýri.
Það liggur í nágrenni mínu, svo
að sega, og þó var eg fulltíða mað-
ur, þegar eg kom í það, fór ekki
þess á leit fyrri. Eg vissi af af-
spurn, að varpeigendum er lítið
gefið um gestagang í æðarvarpi.
Puglinn styggist við gesti og getur
afrækt fyrir þær sakir og alt um-
rót í varpinu getur valdið fúleggj-
um. Hitt veldur minni truflun, að
kunnugur maður gangi um varpið,
því að kollurnar þekkja þá, sem
eru þeim liandgengnir. Loksins
bað eg um að fá að ganga að varp-
inu; þótti mér ómannlegt að fara
á mis við þá sjón, æjfilangt. Leyfið
fékk eg umtölulaust. Og reyndar
sá eg það eitt, sem eg hafði ljósa
hugmynd um. Svo var háttað, að
eg liafði séð yfir eyjarnar oft sinn-
is. Fyrst leit eg yfir þær, þegar eg
fór í kaupstaðinn á barnsaldri, og
var þá ekki meira um dýrðirnar en
svo, að tvíment var á reiöveri.
Leiðin lá norðan við eyjarnar um
Fcssavað, þar sem Laxá fellur til
sjávar. — Fossarnir eru mesti far-
artálmi æðanna, þegar þær fara til
siávar með unga sína, nýskriðna út
úr eggi. Æðurnar ganga fram hjá
fossunum, flestallar. Við mættum
stórum hópum á þeim nefsneið-
ingi, 5—10 kollur voru í hóp og
einn bliki með sumum, ungabreið-
an varð ekki talin, því við vildum
ekki staðneqmast hjá fjölskyldun-
um. Þá hrukku þær undan og
mundu geta lent í fossunum.
Gaman var að sjá ungana, hversu
þeir héldu sig að mæðrum sínum,
þegar háskinn kom í ljós — mað-
urinn og hávaðinn af lestinni.
Svartbakar sveimuðu yfir þessum
stöðvum, búnir til að hremma
hvern unga, sem viltist í fossana
eða á annan hátt frá foreldrum sín-
um. Einn hópur unga og mæðra
kom af öðrum framan frá varpeyj-
unum, syntu út undir fossana,
gengu á land, fóru aftur út á ána
neðan við strengina, héldu svo á-
fram og hurfu út á fjörðinn Skjálf-
anda. Þar tók brimaldan við og
svartbakurinn, ginu við ungunum
og ógnuðu mæðrunum, horuðum
og magnþrota eftir að hafa legið í
þriggja vikna sveltu á eggjunum.
Gleði og barátta og sorg — sjálfs-
afneitun, sigur og ósigur og dauði,